Pókermót tekin upp fyrir sjónvarp á Íslandi 8. mars 2010 05:30 „Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Fleiri fréttir Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
„Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Fleiri fréttir Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira