Það er eitthvað mikið að 25. mars 2010 06:00 Ég horfði á Spaugstofuna í gærkvöldi og finnst sem þættirnir hafi breyst að undanförnu. Þessi spéspegill hefur stundum verið þunnur, en oftast verið hægt að brosa að mörgu, jafnvel hlæja upphátt. Nú virðist mér gagnrýnin er grimmari og háðið beittara. Þó bregður svo við að mér er ekki hlátur í hug; það er frekar að grátur sæki að manni við að sjá á skjánum skopstælingu á Íslandi síðustu missera og síðustu dagana. Hvernig gat það gerst að hér á Íslandi varð til ríki í ríkinu, batterí sem varð öllu öðru æðra og reyndist máttugra en ríkisstjórn og Alþingi? Topparnir á fjármálageiranum á Íslandi, bankaeigendur og bankastjórnendur voru (og eru?) valdamestu menn lýðveldisins og engin lög virðast ná yfir þá. Hvernig stendur á því? Ef lög landsins ná ekki yfir allan landslýð þarf að breyta þeim og það strax. Það dugir ekki fyrir forsætis- og fjármálaráðherra að koma fram í fjölmiðlum, alveg jafn agndofa og almenningur yfir fréttum af misferli og sukki tiltölulega fárra aðila. Það gengur heldur ekki að biðla til þessara sömu aðila að þeir sýni nú þann manndóm að skila til baka illa fengnu fé. Fé sem oft var greitt sem arður af rekstri fyrirtækja sem voru í reynd “fallit”, en gátu við fyrstu sýn eftir bókhaldsbrellur, litið vel út um stundarsakir, en urðu svo gjaldþrota innan skamms tíma. Einn þessara manna hefur nú stigið fram og segist iðrast. Það er gott svo langt sem það nær, en það þarf meira til. Eftir bankahrunið haustið 2008 hefur mér oft orðið óglatt við tilhugsunina um sukkið sem átti sér stað í bönkunum. Í dag treysti ég hvorki bönkum þessa lands, ríkisstjórn né Alþingi. Mér finnst hræðilegt að lifa í slíku samfélagi. Það hryggir mig að heyra fjármálaráðherra og fleiri halda því fram að inneignir almennings í bönkum landsins í október 2008 hafi verið að fullu tryggðar. Það er alrangt. Bankarnir, með aðstoð ríkisstjórnar og alþingis, hirtu allt upp í 30-40% af ævisparnaði þúsunda Íslendinga, einkum eldra fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þurfti þetta sama fólk að greiða skatta af peningum sem hafði verið rænt af því. Það er eitthvað að í ríki sem þannig kemur fram við þá sem síst skyldi. Núverandi ríkisstjórn hefur margoft talað um nauðsyn þess að hlúa vel að fyrirtækjum í landinu, til að hægt sé að halda uppi atvinnu og skapa verðmæti. En hvað er gert? Ég nefni dæmi sem mér stendur nálægt: Lítið fyrirtæki, vel rekið og skuldlaust, átti smá varasjóð sem geymdur var í banka. Það töpuðust 31.2 % varasjóðsins við aðgerðir yfirvalda haustið 2008. Fyrirtækinu var eigi að síður gert að greiða skatta af því fé sem tapaðist. Hvernig samræmist þetta því að hlúa að fyrirtækjum landsins? Það er eitthvað mikið að. Því miður er það svo að almenningur ber sáralítið traust til stjórnmála-manna, eftir það sem á undan er gengið. Það er skiljanlegt. Ég tel því ekki þjóðstjórn vera besta kostinn til að koma Íslandi aftur á flot. Frá bankahruni hef ég verið þeirrar skoðunar og er enn, að hér þurfi utanþingsstjórn til að taka á málunum. Gefa pólitíkusunum frí, því pólitík þvælist fyrir því sem þarf að gera. Það hefur margoft sýnt sig að margir stjórnmálamenn hugsa um sinn hag og síns flokks, frekar en hag almennings og þjóðarinnar. Þegar frá líður þarf síðan að breyta kosningalögum þannig að kosið verði um fólk, ekki flokka. Flokksræðið hefur runnið sitt skeið á enda. Kjósendur vilja fá að kjósa persónur, fólk, þvert á flokkslínur. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég horfði á Spaugstofuna í gærkvöldi og finnst sem þættirnir hafi breyst að undanförnu. Þessi spéspegill hefur stundum verið þunnur, en oftast verið hægt að brosa að mörgu, jafnvel hlæja upphátt. Nú virðist mér gagnrýnin er grimmari og háðið beittara. Þó bregður svo við að mér er ekki hlátur í hug; það er frekar að grátur sæki að manni við að sjá á skjánum skopstælingu á Íslandi síðustu missera og síðustu dagana. Hvernig gat það gerst að hér á Íslandi varð til ríki í ríkinu, batterí sem varð öllu öðru æðra og reyndist máttugra en ríkisstjórn og Alþingi? Topparnir á fjármálageiranum á Íslandi, bankaeigendur og bankastjórnendur voru (og eru?) valdamestu menn lýðveldisins og engin lög virðast ná yfir þá. Hvernig stendur á því? Ef lög landsins ná ekki yfir allan landslýð þarf að breyta þeim og það strax. Það dugir ekki fyrir forsætis- og fjármálaráðherra að koma fram í fjölmiðlum, alveg jafn agndofa og almenningur yfir fréttum af misferli og sukki tiltölulega fárra aðila. Það gengur heldur ekki að biðla til þessara sömu aðila að þeir sýni nú þann manndóm að skila til baka illa fengnu fé. Fé sem oft var greitt sem arður af rekstri fyrirtækja sem voru í reynd “fallit”, en gátu við fyrstu sýn eftir bókhaldsbrellur, litið vel út um stundarsakir, en urðu svo gjaldþrota innan skamms tíma. Einn þessara manna hefur nú stigið fram og segist iðrast. Það er gott svo langt sem það nær, en það þarf meira til. Eftir bankahrunið haustið 2008 hefur mér oft orðið óglatt við tilhugsunina um sukkið sem átti sér stað í bönkunum. Í dag treysti ég hvorki bönkum þessa lands, ríkisstjórn né Alþingi. Mér finnst hræðilegt að lifa í slíku samfélagi. Það hryggir mig að heyra fjármálaráðherra og fleiri halda því fram að inneignir almennings í bönkum landsins í október 2008 hafi verið að fullu tryggðar. Það er alrangt. Bankarnir, með aðstoð ríkisstjórnar og alþingis, hirtu allt upp í 30-40% af ævisparnaði þúsunda Íslendinga, einkum eldra fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þurfti þetta sama fólk að greiða skatta af peningum sem hafði verið rænt af því. Það er eitthvað að í ríki sem þannig kemur fram við þá sem síst skyldi. Núverandi ríkisstjórn hefur margoft talað um nauðsyn þess að hlúa vel að fyrirtækjum í landinu, til að hægt sé að halda uppi atvinnu og skapa verðmæti. En hvað er gert? Ég nefni dæmi sem mér stendur nálægt: Lítið fyrirtæki, vel rekið og skuldlaust, átti smá varasjóð sem geymdur var í banka. Það töpuðust 31.2 % varasjóðsins við aðgerðir yfirvalda haustið 2008. Fyrirtækinu var eigi að síður gert að greiða skatta af því fé sem tapaðist. Hvernig samræmist þetta því að hlúa að fyrirtækjum landsins? Það er eitthvað mikið að. Því miður er það svo að almenningur ber sáralítið traust til stjórnmála-manna, eftir það sem á undan er gengið. Það er skiljanlegt. Ég tel því ekki þjóðstjórn vera besta kostinn til að koma Íslandi aftur á flot. Frá bankahruni hef ég verið þeirrar skoðunar og er enn, að hér þurfi utanþingsstjórn til að taka á málunum. Gefa pólitíkusunum frí, því pólitík þvælist fyrir því sem þarf að gera. Það hefur margoft sýnt sig að margir stjórnmálamenn hugsa um sinn hag og síns flokks, frekar en hag almennings og þjóðarinnar. Þegar frá líður þarf síðan að breyta kosningalögum þannig að kosið verði um fólk, ekki flokka. Flokksræðið hefur runnið sitt skeið á enda. Kjósendur vilja fá að kjósa persónur, fólk, þvert á flokkslínur. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun