Seðlabankinn tekur „Schacht" á evrubréf Friðrik Indriðason skrifar 26. mars 2010 09:13 Seðlabanki Íslands greip tækifærið þegar forseti Íslands ákvað að vísa Icesave frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu áramót. Segja má að bankinn hafi tekið „Schacht" snúning á alþjóðamarkaðinum með ríkisskuldabréf og létt skuldabyrði ríkissjóðs um yfir tug milljóna evra.Með „Schacht" er átt við Hjalmar Schacht fyrrum seðlabankastjóra Þýskalands eftir fyrri heimsstryjöldina en hann var á sinni tíð oft nefndur skuggaprins alþjóðlegra fjármála.Eins og kunnugt er af fréttum fór skuldatryggingaálag ríkissjóðs upp í um 700 punkta við ákvörðun forsetans. Við það urðu skuldabréf í evrum sem ríkissjóður gaf út, og koma eiga til afborgunar veturinn 2011 til 2012, mjög heitir pappírar.Það sem hefur gerst síðan hefur valdið nokkrum vangaveltum hér innanlands því álagið fór skyndilega að lækka án þess að nokkur inneign væri í raun fyrir slíku með áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í uppnámi vegna tafa á Icesave. Hér á Seðlabanki Íslands greinilega hlut að máli.Már Guðmundsson seðlabankastjóri skýrði frá því í ræðu sinni á ársfundi bankans í dag að bankinn hefði keypt bréf úr tveimur flokkum íslenskra skuldabréfa fyrir samtals 116 milljónir evra eftir áramótin þegar verð þeirra féll á botninn í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands. Þá var skuldatryggingaálagið á þessum bréfum milli 600 og 700 punktar. Það þýðir að upphafsafslátturinn til Seðlabankann var 6% til 7% af nafnverði bréfanna. Það er svo spurning um hve frekari afsláttur af vöxtunum sjálfum var mikill.Sjálfur segir seðlabankastjóri að kaupin hafa verið gerð á mjög góðum kjörum. Þessi aðgerð gerir það meðal annars að verkum að gjaldeyrisforðinn hrekkur nú fyrir fyrrgreindum afborgunum. „Auk þess mun hún þegar upp verður staðið lækka erlendar skuldir ríkissjóðs með minni tilkostnaði en ef ekki hefði komið til þeirra," segir Már Guðmundsson í ræðu sinniÞetta er þekkt í sögunni og eitt besta dæmið er þegar Schacht notaði svipaðar kringumstæður á þriðja áratug síðustu aldar til að grynnka á stríðsskuldum Þjóðverja. Bandaríkjamenn héldu á umfangsmiklum bunkum af þýskum ríkisskuldabréfum á þessum tíma.Sagan segir að Schacht hafi komið þeim orðrómi í gang vestan hafs að Þjóðverjar ætluðu að fara í greiðslufall með þessi bréf. Við það hröpuðu þau niður í 30-40% af nafnverði. Þá fékk Schacht útflutningsfyrirtæki í Þýskalandi til þess að fá vörur sínar í Bandaríkjunum greiddar með þessum bréfum gegn því að geta síðan fengið nafnverð þeirra endurgreitt í ríkismörkum í Þýskalandi.Hvort sem Seðlabankinn hefur notað milliliði eða ekki hefur hann sýnt fram á muninn að hafa yfirmenn þar starfandi sem hafa lært til verksins í stað afdánkaðara stjórnmálaforingja. Og ef ekki annað hefur bankinn útskýrt gátuna um afhverju skuldatryggingaálag ríkissjóð hefur lækkað svo ört frá áramótum. Því eins og hefur komið fram er álagið mælt í áþreifanlegum viðskiptum en ekki í einhverju reykfylltu bakherbergi.Með kaupum sínum hefur Seðlabankinn ekki aðeins grynnkað á skuldum ríkissjóðs heldur hefur hann einnig á sama tíma lækkað skuldaryggingaálagið og sýnt þannig fram á vaxandi traust á Íslandi á þessum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands greip tækifærið þegar forseti Íslands ákvað að vísa Icesave frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu áramót. Segja má að bankinn hafi tekið „Schacht" snúning á alþjóðamarkaðinum með ríkisskuldabréf og létt skuldabyrði ríkissjóðs um yfir tug milljóna evra.Með „Schacht" er átt við Hjalmar Schacht fyrrum seðlabankastjóra Þýskalands eftir fyrri heimsstryjöldina en hann var á sinni tíð oft nefndur skuggaprins alþjóðlegra fjármála.Eins og kunnugt er af fréttum fór skuldatryggingaálag ríkissjóðs upp í um 700 punkta við ákvörðun forsetans. Við það urðu skuldabréf í evrum sem ríkissjóður gaf út, og koma eiga til afborgunar veturinn 2011 til 2012, mjög heitir pappírar.Það sem hefur gerst síðan hefur valdið nokkrum vangaveltum hér innanlands því álagið fór skyndilega að lækka án þess að nokkur inneign væri í raun fyrir slíku með áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í uppnámi vegna tafa á Icesave. Hér á Seðlabanki Íslands greinilega hlut að máli.Már Guðmundsson seðlabankastjóri skýrði frá því í ræðu sinni á ársfundi bankans í dag að bankinn hefði keypt bréf úr tveimur flokkum íslenskra skuldabréfa fyrir samtals 116 milljónir evra eftir áramótin þegar verð þeirra féll á botninn í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands. Þá var skuldatryggingaálagið á þessum bréfum milli 600 og 700 punktar. Það þýðir að upphafsafslátturinn til Seðlabankann var 6% til 7% af nafnverði bréfanna. Það er svo spurning um hve frekari afsláttur af vöxtunum sjálfum var mikill.Sjálfur segir seðlabankastjóri að kaupin hafa verið gerð á mjög góðum kjörum. Þessi aðgerð gerir það meðal annars að verkum að gjaldeyrisforðinn hrekkur nú fyrir fyrrgreindum afborgunum. „Auk þess mun hún þegar upp verður staðið lækka erlendar skuldir ríkissjóðs með minni tilkostnaði en ef ekki hefði komið til þeirra," segir Már Guðmundsson í ræðu sinniÞetta er þekkt í sögunni og eitt besta dæmið er þegar Schacht notaði svipaðar kringumstæður á þriðja áratug síðustu aldar til að grynnka á stríðsskuldum Þjóðverja. Bandaríkjamenn héldu á umfangsmiklum bunkum af þýskum ríkisskuldabréfum á þessum tíma.Sagan segir að Schacht hafi komið þeim orðrómi í gang vestan hafs að Þjóðverjar ætluðu að fara í greiðslufall með þessi bréf. Við það hröpuðu þau niður í 30-40% af nafnverði. Þá fékk Schacht útflutningsfyrirtæki í Þýskalandi til þess að fá vörur sínar í Bandaríkjunum greiddar með þessum bréfum gegn því að geta síðan fengið nafnverð þeirra endurgreitt í ríkismörkum í Þýskalandi.Hvort sem Seðlabankinn hefur notað milliliði eða ekki hefur hann sýnt fram á muninn að hafa yfirmenn þar starfandi sem hafa lært til verksins í stað afdánkaðara stjórnmálaforingja. Og ef ekki annað hefur bankinn útskýrt gátuna um afhverju skuldatryggingaálag ríkissjóð hefur lækkað svo ört frá áramótum. Því eins og hefur komið fram er álagið mælt í áþreifanlegum viðskiptum en ekki í einhverju reykfylltu bakherbergi.Með kaupum sínum hefur Seðlabankinn ekki aðeins grynnkað á skuldum ríkissjóðs heldur hefur hann einnig á sama tíma lækkað skuldaryggingaálagið og sýnt þannig fram á vaxandi traust á Íslandi á þessum markaði.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun