3.300 atvinnulausir vegna Icesave Magnús Orri Schram skrifar skrifar 26. mars 2010 06:00 Kostnaður okkar við að ljúka ekki Icesave kemur betur og betur í ljós. Fyrir rúmri viku sagði Seðlabankastjóri að mesta hindrunin í vegi fyrir frekari vaxtalækkun væri óleyst deilan um Icesave. Áhættusamt sé að afnema höft eða lækka vexti í stórum skrefum að óbreyttu. Seðlabankastjóri segir tvær leiðir færar. Annars vegar að semja um lyktir Icesave og halda áfram efnahagsáætlun stjórnvalda. Hin leiðin er sú að ljúka ekki Icesave og þá myndi núverandi gjaldeyrisforði verða nýttur til að standa skil á gjalddögum erlendra lána ríkisins. Sú leið - plan b - myndi hafa í för með sér lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum. Aðalhagfræðingur SÍ sagði við sama tilefni að seinkun á Icesave þýddi að stórframkvæmdum myndi seinka, landsframleiðsla myndi lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira. Tveggja prósenta aukið atvinnuleysi þýðir að a.m.k. 3.300 einstaklingar bætast í hóp atvinnulausra. Það er skrýtið að berjast fyrir hagsmunum heimilanna og setja sig svo á móti lúkningu Icesave. Það er skrýtið að berjast fyrir uppbyggingu í atvinnulífi og setja sig svo á móti lúkningu Icesave. Þeir bera mikla ábyrgð sem settu sig á móti því að ljúka þessu máli á lokasprettinum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar var dauðafæri til að ná betri samningi. Þeir hinir sömu töldu að samningsstaðan myndi batna við þjóðaratkvæðagreiðsluna en í staðinn sitjum við með óleyst mál langt fram á sumar eða haust. Ég sagði já við Icesave samningi í lok desember því ég taldi að kostnaðurinn af því að hafa þetta mál óleyst myndi verða miklu meiri fyrir okkur öll. Því miður er þessi kostnaður að koma smátt og smátt í ljós. Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 einstaklingar atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þess kostnaðar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Kostnaður okkar við að ljúka ekki Icesave kemur betur og betur í ljós. Fyrir rúmri viku sagði Seðlabankastjóri að mesta hindrunin í vegi fyrir frekari vaxtalækkun væri óleyst deilan um Icesave. Áhættusamt sé að afnema höft eða lækka vexti í stórum skrefum að óbreyttu. Seðlabankastjóri segir tvær leiðir færar. Annars vegar að semja um lyktir Icesave og halda áfram efnahagsáætlun stjórnvalda. Hin leiðin er sú að ljúka ekki Icesave og þá myndi núverandi gjaldeyrisforði verða nýttur til að standa skil á gjalddögum erlendra lána ríkisins. Sú leið - plan b - myndi hafa í för með sér lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum. Aðalhagfræðingur SÍ sagði við sama tilefni að seinkun á Icesave þýddi að stórframkvæmdum myndi seinka, landsframleiðsla myndi lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira. Tveggja prósenta aukið atvinnuleysi þýðir að a.m.k. 3.300 einstaklingar bætast í hóp atvinnulausra. Það er skrýtið að berjast fyrir hagsmunum heimilanna og setja sig svo á móti lúkningu Icesave. Það er skrýtið að berjast fyrir uppbyggingu í atvinnulífi og setja sig svo á móti lúkningu Icesave. Þeir bera mikla ábyrgð sem settu sig á móti því að ljúka þessu máli á lokasprettinum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar var dauðafæri til að ná betri samningi. Þeir hinir sömu töldu að samningsstaðan myndi batna við þjóðaratkvæðagreiðsluna en í staðinn sitjum við með óleyst mál langt fram á sumar eða haust. Ég sagði já við Icesave samningi í lok desember því ég taldi að kostnaðurinn af því að hafa þetta mál óleyst myndi verða miklu meiri fyrir okkur öll. Því miður er þessi kostnaður að koma smátt og smátt í ljós. Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 einstaklingar atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þess kostnaðar. Höfundur er alþingismaður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun