Dregur ekkert undan í krassandi bók um líf sitt 3. mars 2010 06:00 sendir frá sér bók Logi lofar að draga ekkert undan í bók sem hann gefur út á afmælisdaginn sinn í október.fréttablaðið/arnþór „Ég ætla að vera einlægur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vantar á Íslandi," segir handboltahetjan Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bók á afmælisdaginn sinn, 10. október. Bókin kemur því út 10.10."10, en þá verða einmitt tíu ár síðan Logi hélt til Þýskalands og gerðist atvinnumaður í handbolta. „Almenningur sér alltaf bara toppinn á ísjakanum, en við ætlum að sýna allan ísjakann í bókinni," segir Logi. Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar bókina með honum. „Henry á eftir að draga allt upp úr mér. Ég held að við tveir saman eigum eftir að gera þessa bók ógleymanlega. Það er ekkert flóknara." Spurður hvort bókin eigi eftir að koma óþægilega við einhverja segist Logi ekki ætla að tala illa um neinn enda sé það ekki markmiðið með bókinni „Ég ætla að varpa ljósi á hvað er að gerast bak við tjöldin," segir hann. „Ég tala um landsliðið og segi alls konar sögur sem ég myndi aldrei skrifa undir venjulegum kringumstæðum." Og Logi heldur áfram: „Ég ætla að segja frá öllu eins og það er. Til dæmis launamálum og hvernig allt fer fram - hvernig handboltaheimurinn getur líka verið svartur. Bókin á að svipta hulunni af því sem er að gerast. Það á eftir að gera bókina eftirsóknarverða. Ég ætla ekki að lofa miklu, en það gerast hlutir sem eiga eftir að hneyksla fólk og fá það til að springa úr hlátri." Logi hefur verið meiddur undanfarna mánuði og lítið komið við sögu í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann spilaði einnig lítið með landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í janúar. „Ég nefni þetta allt erfiðustu tímana," segir Logi. „Hvernig fólk lætur við mann þegar maður spilar vel. Þá eru allir að taka í höndina á manni og dingla heima og fá kaffi. En þegar maður er meiddur og ekkert að spila þá heilsar fólk manni ekki." Logi segir að bókin verði skemmtilega upp sett, með nóg af myndum og öðru aukaefni - meira að segja tölvupósti frá hinum og þessum. „Það er búið að vera draumur minn að skrifa bók og þetta er fullkomin tímasetning," segir Logi. „Það er ákveðnum kafla í lífi mínu að ljúka nú þegar ég er að yfirgefa Lemgo. Ég veit að þetta á eftir að vera bók sem fólk mun tala um, það er ekki spurning." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Ég ætla að vera einlægur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vantar á Íslandi," segir handboltahetjan Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bók á afmælisdaginn sinn, 10. október. Bókin kemur því út 10.10."10, en þá verða einmitt tíu ár síðan Logi hélt til Þýskalands og gerðist atvinnumaður í handbolta. „Almenningur sér alltaf bara toppinn á ísjakanum, en við ætlum að sýna allan ísjakann í bókinni," segir Logi. Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar bókina með honum. „Henry á eftir að draga allt upp úr mér. Ég held að við tveir saman eigum eftir að gera þessa bók ógleymanlega. Það er ekkert flóknara." Spurður hvort bókin eigi eftir að koma óþægilega við einhverja segist Logi ekki ætla að tala illa um neinn enda sé það ekki markmiðið með bókinni „Ég ætla að varpa ljósi á hvað er að gerast bak við tjöldin," segir hann. „Ég tala um landsliðið og segi alls konar sögur sem ég myndi aldrei skrifa undir venjulegum kringumstæðum." Og Logi heldur áfram: „Ég ætla að segja frá öllu eins og það er. Til dæmis launamálum og hvernig allt fer fram - hvernig handboltaheimurinn getur líka verið svartur. Bókin á að svipta hulunni af því sem er að gerast. Það á eftir að gera bókina eftirsóknarverða. Ég ætla ekki að lofa miklu, en það gerast hlutir sem eiga eftir að hneyksla fólk og fá það til að springa úr hlátri." Logi hefur verið meiddur undanfarna mánuði og lítið komið við sögu í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann spilaði einnig lítið með landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í janúar. „Ég nefni þetta allt erfiðustu tímana," segir Logi. „Hvernig fólk lætur við mann þegar maður spilar vel. Þá eru allir að taka í höndina á manni og dingla heima og fá kaffi. En þegar maður er meiddur og ekkert að spila þá heilsar fólk manni ekki." Logi segir að bókin verði skemmtilega upp sett, með nóg af myndum og öðru aukaefni - meira að segja tölvupósti frá hinum og þessum. „Það er búið að vera draumur minn að skrifa bók og þetta er fullkomin tímasetning," segir Logi. „Það er ákveðnum kafla í lífi mínu að ljúka nú þegar ég er að yfirgefa Lemgo. Ég veit að þetta á eftir að vera bók sem fólk mun tala um, það er ekki spurning." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira