Innlent

Óvíst með endurskoðun spár

Ekki hefur verið ákveðið hvort þjóðhagsspá Hagstofu Íslands verður endurskoðuð, eða hvort beðið verður nýrrar spár sem gefin verður út um miðjan maí.

Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri segir að vinna við nýja spá hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þörf verði á því að gefa út endurskoðun á fyrri spá.

Hagstofan hefur tekið við því hlutverki fjármálaráðuneytisins að gefa út þjóðhagsspár. Á meðan verkið var á könnu ráðuneytisins var gefin út endurskoðuð spá í byrjun árs þar sem tekið var tillit til breytinga á forsendum. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×