Lífið

Andri Freyr ágætur að vakna á morgnana

Saman á morgnana. Guðrún Dís aumkar sig yfir bíllausan Andra og sækir hann á hverjum morgni. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill morgunhani Andri Freyr er.Fréttablaðið/GVA
Saman á morgnana. Guðrún Dís aumkar sig yfir bíllausan Andra og sækir hann á hverjum morgni. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill morgunhani Andri Freyr er.Fréttablaðið/GVA

„Hann leynir nefnilega á sér með þetta, ég held hann fari seint að sofa en hann er alltaf vel vaknaður þegar ég kem og er búinn að lesa blöðin og allt,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir. Hún stjórnar morgunþættinum Virkir morgnar á Rás 2 ásamt Andra Frey Viðarssyni en þátturinn hefst klukkan níu stundvíslega. Þar sem Andri Freyr er ekki á bíl þá sér samstarfskona hans um að ná í hann og saman aka þau upp í Efstaleiti. „Ég bý ekki svo mikið úr leið og aumka mig bara yfir hann,“ segir Guðrún.

Einhverjir kynnu að halda að Andri Freyr væri ekki mikill morgunhani og fólk þyrfti jafnvel að liggja á dyrabjöllunni til að koma honum á lappir en það er öðru nær; Andri er mikill morgunmaður.

„Ég hef verið að vinna á mörgum útvarpsstöðum á morgnana og þetta er bara spurning um að standa upp og skella sér í bað,“ segir Andri og upplýsir að hann sé vaknaður klukkan korter yfir sex. Guðrún Dís segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill morgunmaður Andri er, hún bjóst allteins við því að þurfa rífa útvarpsmanninn á fætur. Guðrún segir hann vera ákaflega þægilegan samferðamann, þau spjalli saman um daginn og veginn og séu því vel undirbúin þegar að útsendingu kemur.

Andri og Guðrún þekktust ekki mikið þegar þau byrjuðu með þáttinn en Andri upplýsir þó að þau hafi unnið hvort á sinni útvarpsstöðinni í sama húsi. „Ég var á sínum tíma á X-FM og hún var á Kiss FM þannig að við þekktum til hvort annars,“ útskýrir Andri. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.