Hverjir eru málsvarar barna? 25. mars 2010 05:45 Árið 2009 vakti skólamálanefnd Félags leikskólakennara athygli á barnvænu samfélagi meðal annars með skrifum í dagblöð og í rit kennarasamtakanna, Skólavörðuna. Þetta málefni var sett á starfsáætlun félagsins og segja má að það hafi náð hápunkti með málþingi um Barnvænt samfélag sem haldið var í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Heimili og skóla í nóvember síðasliðnum. Tilgangur og markmið með málþinginu var að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum. Til að ná því markmiði voru fengnir framsögumenn úr röðum ólíkra hópa auk þess sem málþingsgestum var gefið tækifæri til að ræða saman í málstofum um mismunandi viðfangsefni. Framsöguerindin voru mjög fróðleg og áhugaverð. Mismunandi áherslur komu fram hjá frummælendum eins og vænta mátti. Fram komu vangaveltur um lengd vinnuvikunnar og að ýmsar rannsóknir bendi til þess að framleiðni minnki ekki þó vinnutími styttist aðeins. Lengd vinnutíma hefur áhrif á tímann sem foreldrar eiga með börnum sínum og sjónum var beint að hver væri æskileg lengd leikskóladvalar. Rætt var um að leikskólar starfa almennt eftir þeirri hugmyndafræði að börn læri best í gegn um leik og skapandi starf og því yrði að viðhalda til að tryggja að starfið mætti þörfum barna, ásamt því að leikskólinn starfi alltaf í nánum tengslum við umhverfið og foreldra. Velt var vöngum yfir því hvort Íslendingar gætu státað sig af barnvænu samfélagi og að mjög mikilvægt væri að verja af öllum mætti það góða, sem vissulega væri fjölmargt, sem gert hefur verið síðustu misseri og ár. Lögð var áhersla á að allir í samfélaginu taki ábyrgð á börnunum og velferð þeirra. Málþingsgestir sem töldu 137 unnu í fimm málstofum og kynntu hóparnir niðurstöður sínar á málþinginu. Hjá öllum hópum mátti greina áhyggjutón þess efnis að foreldrar hefðu ekki nægan tíma til viðveru með ungum börnum sínum. Það þyrfti að hlusta á rannsóknir, m.a. rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við ung börn og tengslamyndun. Það væri mikilvægt að gefa kost á sveigjanleika og að stytta vinnutímann almennt í þjóðfélaginu. Það myndi auðvelda margt í skipulagi barnafólks við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Einnig væri æskilegt að lengja fæðingarorlofið og var litið til Svíþjóðar í því sambandi en þar er orlofið allt að 18 mánuðir. Bent var á að víða á Norðurlöndunum er samspil milli vinnu foreldra utan heimilis og lengdar dvalartíma í leikskóla. Fram kom að foreldrar mættu vera sterkari þrýstihópur um hagsmuni barna sinna. Því var fagnað að ný lög um leikskóla gera ráð fyrir tilkomu foreldraráða, en með því skapast tækifæri til að efla aðkomu foreldra að starfinu í leikskólum og fá fram þeirra sjónarmið, þarfir og áherslur. Ljóst má vera þegar dregnir eru saman helstu punktar sem komu fram á málþinginu að það er kallað eftir ákveðnum samfélagsbreytingum. Ekki má þó gleyma þeirri jákvæðu umræðu sem fram kom, eins og því frelsi sem við búum við á Íslandi, sem Íslendingar sem hafa búið erlendis dásama gjarnan. Hér er margt mjög jákvætt og má þar t.d. nefna öryggið í umhverfinu og aðgengi allra að góðum leikskólum. Í stuttri blaðagrein sem þessari er engin leið að allt komi fram sem fram fór á málþinginu en á slóðinni http://fl.ki.is/pages/1882/NewsID/1862 má finna samantekt frá umræðuhópunum þar sem hægt er að kynna sér málefnið betur. Málþingið var vel sótt en hópurinn sem mætti var frekar einsleitur. Þörf er fyrir miklu víðtækari umræðu og að henni þurfa foreldrar, atvinnulífið, samtök launafólks og stjórnvöld að koma. Ef allir taka höndum saman, má leiða að því líkum, að þá takist enn betra og farsælla samstarf allra aðila sem væri börnum þessa lands til heilla. Ég hvet þig lesandi góður til að láta skoðun þína í ljós með greinaskrifum eða á öðrum þeim vettvangi sem málaflokkurinn á heima. Höfundur er leikskólastjóri og nefndarmaður í skólamálanefnd FL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 vakti skólamálanefnd Félags leikskólakennara athygli á barnvænu samfélagi meðal annars með skrifum í dagblöð og í rit kennarasamtakanna, Skólavörðuna. Þetta málefni var sett á starfsáætlun félagsins og segja má að það hafi náð hápunkti með málþingi um Barnvænt samfélag sem haldið var í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Heimili og skóla í nóvember síðasliðnum. Tilgangur og markmið með málþinginu var að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum. Til að ná því markmiði voru fengnir framsögumenn úr röðum ólíkra hópa auk þess sem málþingsgestum var gefið tækifæri til að ræða saman í málstofum um mismunandi viðfangsefni. Framsöguerindin voru mjög fróðleg og áhugaverð. Mismunandi áherslur komu fram hjá frummælendum eins og vænta mátti. Fram komu vangaveltur um lengd vinnuvikunnar og að ýmsar rannsóknir bendi til þess að framleiðni minnki ekki þó vinnutími styttist aðeins. Lengd vinnutíma hefur áhrif á tímann sem foreldrar eiga með börnum sínum og sjónum var beint að hver væri æskileg lengd leikskóladvalar. Rætt var um að leikskólar starfa almennt eftir þeirri hugmyndafræði að börn læri best í gegn um leik og skapandi starf og því yrði að viðhalda til að tryggja að starfið mætti þörfum barna, ásamt því að leikskólinn starfi alltaf í nánum tengslum við umhverfið og foreldra. Velt var vöngum yfir því hvort Íslendingar gætu státað sig af barnvænu samfélagi og að mjög mikilvægt væri að verja af öllum mætti það góða, sem vissulega væri fjölmargt, sem gert hefur verið síðustu misseri og ár. Lögð var áhersla á að allir í samfélaginu taki ábyrgð á börnunum og velferð þeirra. Málþingsgestir sem töldu 137 unnu í fimm málstofum og kynntu hóparnir niðurstöður sínar á málþinginu. Hjá öllum hópum mátti greina áhyggjutón þess efnis að foreldrar hefðu ekki nægan tíma til viðveru með ungum börnum sínum. Það þyrfti að hlusta á rannsóknir, m.a. rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við ung börn og tengslamyndun. Það væri mikilvægt að gefa kost á sveigjanleika og að stytta vinnutímann almennt í þjóðfélaginu. Það myndi auðvelda margt í skipulagi barnafólks við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Einnig væri æskilegt að lengja fæðingarorlofið og var litið til Svíþjóðar í því sambandi en þar er orlofið allt að 18 mánuðir. Bent var á að víða á Norðurlöndunum er samspil milli vinnu foreldra utan heimilis og lengdar dvalartíma í leikskóla. Fram kom að foreldrar mættu vera sterkari þrýstihópur um hagsmuni barna sinna. Því var fagnað að ný lög um leikskóla gera ráð fyrir tilkomu foreldraráða, en með því skapast tækifæri til að efla aðkomu foreldra að starfinu í leikskólum og fá fram þeirra sjónarmið, þarfir og áherslur. Ljóst má vera þegar dregnir eru saman helstu punktar sem komu fram á málþinginu að það er kallað eftir ákveðnum samfélagsbreytingum. Ekki má þó gleyma þeirri jákvæðu umræðu sem fram kom, eins og því frelsi sem við búum við á Íslandi, sem Íslendingar sem hafa búið erlendis dásama gjarnan. Hér er margt mjög jákvætt og má þar t.d. nefna öryggið í umhverfinu og aðgengi allra að góðum leikskólum. Í stuttri blaðagrein sem þessari er engin leið að allt komi fram sem fram fór á málþinginu en á slóðinni http://fl.ki.is/pages/1882/NewsID/1862 má finna samantekt frá umræðuhópunum þar sem hægt er að kynna sér málefnið betur. Málþingið var vel sótt en hópurinn sem mætti var frekar einsleitur. Þörf er fyrir miklu víðtækari umræðu og að henni þurfa foreldrar, atvinnulífið, samtök launafólks og stjórnvöld að koma. Ef allir taka höndum saman, má leiða að því líkum, að þá takist enn betra og farsælla samstarf allra aðila sem væri börnum þessa lands til heilla. Ég hvet þig lesandi góður til að láta skoðun þína í ljós með greinaskrifum eða á öðrum þeim vettvangi sem málaflokkurinn á heima. Höfundur er leikskólastjóri og nefndarmaður í skólamálanefnd FL.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun