Erlent

Forsetinn vill að talið sé á ný

Jalal talabani
Jalal talabani

írak, ap Jalal Talabani, forseti Íraks, krafðist þess í gær að atkvæði yrðu talin á ný, en kosið var til þings í Írak 7. mars. Talningu atkvæða er ekki lokið og hefur ríkt pólitísk óvissa í landinu frá kosningum.

Talabani sagði á heimasíðu sinni að telja þyrfti allt á ný til að „eyða öllum efa og misskilningi“. Hann sagðist setja kröfuna fram sem forseti ríkisins og sem slíkur væri það hans hlutverk að vernda stjórnarskrána. Krafa forsetans kemur í kjölfar yfirlýsingar helsta keppinautar hans, forsætisráðherrann Nouri al-Maliki, sem lýsti sig, á laugardag, hlynntan endurtalningu.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×