Kraftakonur Kristínar 20. febrúar 2010 05:00 Kristín Gunnlaugsdóttir Kúvendir á sýningu sinni í sal Íslenskrar grafíkur. fréttablaðið/gva Myndlistarmaðurinn Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir um þessar mundir í sal Íslenskrar grafíkur hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Kristín er þekkt fyrir falleg málverk sem bera sterkan keim af helgimyndum, enda listakonan lærð á því sviði. Það sem hún býður upp á nú er algjörlega frábrugðið fyrri verkum. Á sýningunni eru grófgerð veggteppi sem sýna konur á nærgöngulan og hreinskilinn hátt. „Móðir og barn er þema sem ég hef meðal annars verið í undanfarin ár. Ég er enn að vinna með svipað myndefni en nálgast það inn um allt aðrar dyr. Þess vegna er vel við hæfi að sýningin er bakdyramegin í Hafnarhúsinu,“ segir Kristín. „Þessi sýning er mikil kúvending hjá mér þar sem ég var komin á enda í fágaðri blindgötu. Ég er að taka ákveðna áhættu með því að standa með frumorkunni í mér. Þetta er allt hluti af sköpunarferlinu en það hafa verið átök að standa með sjálfri sér.“ Kristín segir ýmislegt hafa valdið stefnubreytingunni, meðal annars ólgan í þjóðfélaginu. „Hún hjálpaði. Þörfin verður svo ríkjandi að koma með hlutina upp á yfirborðið og standa með sjálfum sér. Maður nýtir sér áskorunina. Þrátt fyrir allt er skurnin lítilsvirði. Ég hef getað selt verkin mín og lifað á þessu, sem er mikil heppni en það nægði ekki því það skapar þá hættu að maður festist í hjólförum. Svo má líka segja að ég hafi gengið gegnum hluti í einkalífinu sem ýtti þessu af stað. Ég er sama eðlis og íslenska þjóðarsálin að því leyti að vilja nýta mér áskorunina þegar það sem maður þekkir er hrunið. Rétt áður en maður er að gefast upp verður að prófa að breyta til. Ég gerði það og þá fyrst náði ég í skottið á sköpunargleðinni.“ Viðbrögð við veggteppum Kristínar hafa verið kröftug en jákvæð. „Fólk verður mjög hissa. Margar konur fá flisskast. Á opnunni var mikil gleði og léttleiki. Mörgum léttir en sumir verða reiðir eins og gengur þegar unnið er með tabú. Aðrir hafa nú séð annað eins.“ Sýningunni lýkur 28. febrúar. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags, á milli kl. 14 - 18. . drgunni@frettabladid.is Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir um þessar mundir í sal Íslenskrar grafíkur hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Kristín er þekkt fyrir falleg málverk sem bera sterkan keim af helgimyndum, enda listakonan lærð á því sviði. Það sem hún býður upp á nú er algjörlega frábrugðið fyrri verkum. Á sýningunni eru grófgerð veggteppi sem sýna konur á nærgöngulan og hreinskilinn hátt. „Móðir og barn er þema sem ég hef meðal annars verið í undanfarin ár. Ég er enn að vinna með svipað myndefni en nálgast það inn um allt aðrar dyr. Þess vegna er vel við hæfi að sýningin er bakdyramegin í Hafnarhúsinu,“ segir Kristín. „Þessi sýning er mikil kúvending hjá mér þar sem ég var komin á enda í fágaðri blindgötu. Ég er að taka ákveðna áhættu með því að standa með frumorkunni í mér. Þetta er allt hluti af sköpunarferlinu en það hafa verið átök að standa með sjálfri sér.“ Kristín segir ýmislegt hafa valdið stefnubreytingunni, meðal annars ólgan í þjóðfélaginu. „Hún hjálpaði. Þörfin verður svo ríkjandi að koma með hlutina upp á yfirborðið og standa með sjálfum sér. Maður nýtir sér áskorunina. Þrátt fyrir allt er skurnin lítilsvirði. Ég hef getað selt verkin mín og lifað á þessu, sem er mikil heppni en það nægði ekki því það skapar þá hættu að maður festist í hjólförum. Svo má líka segja að ég hafi gengið gegnum hluti í einkalífinu sem ýtti þessu af stað. Ég er sama eðlis og íslenska þjóðarsálin að því leyti að vilja nýta mér áskorunina þegar það sem maður þekkir er hrunið. Rétt áður en maður er að gefast upp verður að prófa að breyta til. Ég gerði það og þá fyrst náði ég í skottið á sköpunargleðinni.“ Viðbrögð við veggteppum Kristínar hafa verið kröftug en jákvæð. „Fólk verður mjög hissa. Margar konur fá flisskast. Á opnunni var mikil gleði og léttleiki. Mörgum léttir en sumir verða reiðir eins og gengur þegar unnið er með tabú. Aðrir hafa nú séð annað eins.“ Sýningunni lýkur 28. febrúar. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags, á milli kl. 14 - 18. . drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“