Kominn í hóp með Kobe Bryant og Jack Bauer 20. febrúar 2010 06:00 Gísli og dúkkurnar Gísli hafði ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Þær eru framleiddar af hinu virta leikfangafyrirtæki McFarlane sem hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum sjónvarpsþáttanna 25 og The Simpsons. Fréttablaðið/Valli Myndir af hasardúkkum McFarlane-fyrirtækisins úr kvikmyndinni Prince of Persia: Sand of Time eru komnar á Netið. Og þar á íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson sína eigin dúkku en eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Gísli skúrkinn The Vizier á móti stórleikaranum Jake Gyllenhaal og Bond-píunni Gemmu Arteton auk Bens Kingsley og Alfreds Molina. Gísli hafði sjálfur ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Ja hérna, ég segi nú bara ekki annað, það er ekki öll vitleysan eins í þessu lífi," voru fyrstu viðbrögð Gísla þegar þetta var borið undir hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð alltaf til að gera svona dúkkur og Gísli mun sennilega getað státað af því áður en sumarið brestur á, einn Íslendinga, að eiga bæði sína eigin McFarlane-dúkku og Lego-karl því danska kubbafyrirtækið er á fullu við að undirbúa útgáfu á Lego-körlum upp úr kvikmyndinni. „Ég er reyndar búinn að sjá Lego-karlinn og hann er mjög flottur." McFarlane-fyrirtækið er þekkt fyrir dúkkur sínar og hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum úr sjónvarpsþáttunum 24 og The Simpsons. Kvikmyndin sjálf verður frumsýnd í lok maí í Bandaríkjunum en Gísli segist ekki hafa hugmynd um hvernig hlutverki hans verði háttað í tengslum við markaðssetningu myndarinnar. „Nei, þeir hafa ekkert verið duglegir að hafa samband, þeir hjá Disney, og upplýsa mann um framgang mála," segir Gísli. Bundnar eru miklar vonir við myndina þar vestra og jafnvel reiknað með að svipað æði ríði yfir Bandaríkin og þegar sjóræningjamyndirnar hans Johnny Depp voru nánast einráðar í kvikmyndahúsum um allan heim. Leikarinn segist annars hlakka til að sjá myndina, það hafi verið bjart yfir henni þegar hann las handritið. „Þetta er bara strákamynd, bara sandur og sól, karlar að skylmast og sæt prinsessa," segir Gísli og bætir því við að sennilega megi hann reikna með því að næstu pakkar sem hann fái verði harðir. „Já, ég er ansi hræddur um það." - freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
Myndir af hasardúkkum McFarlane-fyrirtækisins úr kvikmyndinni Prince of Persia: Sand of Time eru komnar á Netið. Og þar á íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson sína eigin dúkku en eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Gísli skúrkinn The Vizier á móti stórleikaranum Jake Gyllenhaal og Bond-píunni Gemmu Arteton auk Bens Kingsley og Alfreds Molina. Gísli hafði sjálfur ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Ja hérna, ég segi nú bara ekki annað, það er ekki öll vitleysan eins í þessu lífi," voru fyrstu viðbrögð Gísla þegar þetta var borið undir hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð alltaf til að gera svona dúkkur og Gísli mun sennilega getað státað af því áður en sumarið brestur á, einn Íslendinga, að eiga bæði sína eigin McFarlane-dúkku og Lego-karl því danska kubbafyrirtækið er á fullu við að undirbúa útgáfu á Lego-körlum upp úr kvikmyndinni. „Ég er reyndar búinn að sjá Lego-karlinn og hann er mjög flottur." McFarlane-fyrirtækið er þekkt fyrir dúkkur sínar og hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum úr sjónvarpsþáttunum 24 og The Simpsons. Kvikmyndin sjálf verður frumsýnd í lok maí í Bandaríkjunum en Gísli segist ekki hafa hugmynd um hvernig hlutverki hans verði háttað í tengslum við markaðssetningu myndarinnar. „Nei, þeir hafa ekkert verið duglegir að hafa samband, þeir hjá Disney, og upplýsa mann um framgang mála," segir Gísli. Bundnar eru miklar vonir við myndina þar vestra og jafnvel reiknað með að svipað æði ríði yfir Bandaríkin og þegar sjóræningjamyndirnar hans Johnny Depp voru nánast einráðar í kvikmyndahúsum um allan heim. Leikarinn segist annars hlakka til að sjá myndina, það hafi verið bjart yfir henni þegar hann las handritið. „Þetta er bara strákamynd, bara sandur og sól, karlar að skylmast og sæt prinsessa," segir Gísli og bætir því við að sennilega megi hann reikna með því að næstu pakkar sem hann fái verði harðir. „Já, ég er ansi hræddur um það." - freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira