Lífið

Amy án fíkniefna í eitt og hálft ár

Pabbi söngkonunnar hefur hrósað henni  fyrir að hafa haldið sig frá fíkniefnum í átján mánuði.
Pabbi söngkonunnar hefur hrósað henni fyrir að hafa haldið sig frá fíkniefnum í átján mánuði.
Pabbi söngkonunnar Amy Winehouse, Mitch, hefur hrósað dóttur sinni fyrir að hafa haldið sig frá fíkniefnum í átján mánuði. Hann segir að hún sé búin að jafna sig að fullu eftir vandræði undanfarinna ára.

„Það má ekki afskrifa hana. Hún mun sýna hvað í henni býr á næstu plötu. Við verðum samt að bíða og sjá," sagði hann. „Amy er að jafna sig á eiturlyfjafíkn og hefur gert það undanfarna átján mánuði. Áttið þið ykkur á því hvað það hefur verið erfitt fyrir hana?"

Mitch viðurkennir að hann hefði ekki átt að tala eins mikið um vandræði dóttur sinnar í fjölmiðlum og hann gerði. „Ég sé dálítið eftir því en eina leiðin til að láta fólk vita af því hvað væri í raun að gerast var í gegnum fjölmiðla. Kannski hefði ég átt að gera hlutina öðruvísi. Allir misstu sig aðeins á meðan á þessu stóð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.