Innlent

Íslendingur í Haítí

Þegar jarðskjálftinn reið yfir var Halldór staddur í borginni Jacmel sem er rúmlega 40 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Port au Prince sem fór afar illa út úr skjálftanum.
Þegar jarðskjálftinn reið yfir var Halldór staddur í borginni Jacmel sem er rúmlega 40 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Port au Prince sem fór afar illa út úr skjálftanum.

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi.

Maðurinn sem umræðir heitir Halldór Elías Guðmundsson. Hann er 37 ára. „Konan hans hringdi í gær strax eftir skjálftann. Hann hafði þá látið vita af sér og sagt að hann væri í lagi. Hún hafði eftir honum að hótelið hans væri illa farið," segir Magnús Guðmundsson, bróðir Halldórs.

Þegar jarðskjálftinn reið yfir var Halldór staddur í borginni Jacmel sem er rúmlega 40 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Port au Prince sem fór afar illa út úr skjálftanum.

Halldór er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum ásamt íslenski eiginkonu sinni.

Magnús segir að bróðir sinn sé í Haítíí í tengslum við námskeið í skólanum og að hann sé í för með skólafélögum sínum.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins kannar nú hvort fleiri Íslendingar séu á svæðinu og reynir að ná sambandi við þá. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um Íslendinga í Haítíeru hvattir til að hafa samband við Borgaraþjónustu ráðuneytisins í síma 545-9900.




Tengdar fréttir

Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið

„Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun.

Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi

Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun.

Ekki vitað um Íslendinga í Haítí

Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×