Innlent

Helga laus úr haldi gegn tryggingu

Helga Ingvarsdóttir og sambýlismaður hennar Vickram Bedi.
Helga Ingvarsdóttir og sambýlismaður hennar Vickram Bedi.
Helga Ingvarsdóttir, sem var handtekin í New York í nóvember síðastliðnum ásamt sambýlismanni sínum vegna gruns um stórfellda fjárkúgun, hefur verið látin laus úr haldi gegn tryggingu.

Að því er fram kemur á Pressunni nemur tryggingarupphæðin 23 milljónum króna. Helga er í farbanni á meðan tryggingin er í gildi en verður ekki undir sérstöku eftirliti þangað til réttarhöldin hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×