Frægasti kokkur Íra er íslenskur 11. mars 2010 06:00 Er íslensk Rachel Allen er einn þekktasti kokkur Íra en hún á íslenska móður, Hallfríði Reichenfeld.NordicPhotos/Getty Frægasti sjónvarpskokkur Írlands, Rachel Allen, er íslensk í móðurættina. Þetta kemur fram í viðtali við hana í bandaríska veftímaritinu San Gabriel Valley Tribune. „Ég eldaði ekki mikið heima, mamma sá aðallega um það," segir Rachel í viðtalinu. Eftir nokkra eftirgrennslan Fréttablaðsins kom í ljós að móðir Rachel er Hallfríður Reichenfeld O'Neill sem fluttist ung að árum frá Reykjavík til London og var í listaháskóla þar. Í viðtali við Belfast Telegraph er ástarsaga Hallfríðar rakin en að sögn blaðsins fór hún í stutta helgarferð til Dublin og kynntist þar eiginmanninum Brian O'Neill. Þau hafi strax fellt hugi saman og Hallfríður fluttist til borgarinnar þar sem hún rak fjölda tískuverslana. Reyndar vekur athygli í umræddu viðtali að þar er sérstaklega tekið fram að Rachel sé mótmælandatrúar og að móðir hennar hafi ekki verið ýkja trúuð. Rachel Allen hefur ekki gert mikið úr sínum íslensku ættum en í viðtölum við breska fjölmiðla kemur yfirleitt fram að móðir hennar sé íslensk. Allen hefur gefið út fjöldann allan af matreiðslubókum hjá útgáfunni Harpers Collins í London. Þá hefur hún verið með fjölda sjónvarpsþátta á Good Food Chanel í Bretlandi, skrifar reglulega í bæði tímarit og dagblöð og framleiðir sína eigin línu af bæði borðbúnaði og eldunarútbúnaði á borð við brauðvél. Rachel býr nú ásamt manni sínum og þremur börnum á búgarði sem sérhæfir sig í lífrænt ræktuðum mat en maðurinn hennar rekur tvo veitingastaði. - fgg Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Sjá meira
Frægasti sjónvarpskokkur Írlands, Rachel Allen, er íslensk í móðurættina. Þetta kemur fram í viðtali við hana í bandaríska veftímaritinu San Gabriel Valley Tribune. „Ég eldaði ekki mikið heima, mamma sá aðallega um það," segir Rachel í viðtalinu. Eftir nokkra eftirgrennslan Fréttablaðsins kom í ljós að móðir Rachel er Hallfríður Reichenfeld O'Neill sem fluttist ung að árum frá Reykjavík til London og var í listaháskóla þar. Í viðtali við Belfast Telegraph er ástarsaga Hallfríðar rakin en að sögn blaðsins fór hún í stutta helgarferð til Dublin og kynntist þar eiginmanninum Brian O'Neill. Þau hafi strax fellt hugi saman og Hallfríður fluttist til borgarinnar þar sem hún rak fjölda tískuverslana. Reyndar vekur athygli í umræddu viðtali að þar er sérstaklega tekið fram að Rachel sé mótmælandatrúar og að móðir hennar hafi ekki verið ýkja trúuð. Rachel Allen hefur ekki gert mikið úr sínum íslensku ættum en í viðtölum við breska fjölmiðla kemur yfirleitt fram að móðir hennar sé íslensk. Allen hefur gefið út fjöldann allan af matreiðslubókum hjá útgáfunni Harpers Collins í London. Þá hefur hún verið með fjölda sjónvarpsþátta á Good Food Chanel í Bretlandi, skrifar reglulega í bæði tímarit og dagblöð og framleiðir sína eigin línu af bæði borðbúnaði og eldunarútbúnaði á borð við brauðvél. Rachel býr nú ásamt manni sínum og þremur börnum á búgarði sem sérhæfir sig í lífrænt ræktuðum mat en maðurinn hennar rekur tvo veitingastaði. - fgg
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning