Innlent

Ekki vitað um Íslendinga í Haítí

Rústabjörgunarsveitin á Keflavíkurflugvelli. Áætlanir gera ráð fyrir því að þota fari í loftið með sveitina klukkan tíu. Millilent verður í Boston.
Rústabjörgunarsveitin á Keflavíkurflugvelli. Áætlanir gera ráð fyrir því að þota fari í loftið með sveitina klukkan tíu. Millilent verður í Boston. Mynd/Valgarður Gíslason

Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu á Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Talið er að þúsundir manna hafi farist í öflugum jarðskjálfa í Haítíí gærkvöldi að íslenskum tíma. Höfuðborgin fór Port au Prince afar út úr sjálftanum en hún er skammt frá upptökum skjalftans sem mældist 7,1 á Richter.

Urður segir að utanríkisráðuneytinu sé ekki kunnugt Íslendinga á svæðinu. Fólki sé ekki skylt að tilkynna um ferðalög sín erlendis. Hún segir að ráðuneytið taki við ábendingum um ferðir Íslendinga á svæðinu og bregðist við þeim með ákveðnum hætti.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins kannar nú hvort Íslendingar séu á svæðinu og reynir að ná sambandi við þá. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um Íslendinga í Haítíeru hvattir til að hafa samband við Borgaraþjónustu ráðuneytisins í síma 545 9900.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun heldur til Haítí klukkan 10. Í kjölfar skjálftans ákvað utanríkisráðuneytið í samvinnu að Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð björgunarsveitarinnar. Áætlað er að þotan fari í loftið klukkan tíu og fljúgi fyrst til Boston í Bandaríkjunum, taki þar eldsneyti og haldi svo beint til Haítí. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er flugvöllurinn þar opinn.




Tengdar fréttir

Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi

Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×