Lögreglukórinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 30. mars 2010 06:00 Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað gagnrýnislaust um nauðsyn þess að lögreglan fái auknar rannsóknarheimildir til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hugtakið forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu virðist vera samheiti yfir athafnir sem heimila lögreglu að hafa borgarana undir eftirliti og skerða þannig grundvallarmannréttindi þeirra án þess að þeir sem sæta eftirlitinu hafi réttarstöðu grunaðs manns í sérstöku sakamáli. Af framangreindri umfjöllun fjölmiðla má ráða að lögreglu sé almennt vel treystandi til að fara með slíkar rannsóknarheimildir lögum samkvæmt. Svo er ekki. Ólögmætt eftirlitMeð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 var íslenska ríkið dæmt til greiða einstaklingi skaðabætur vegna ólögmætrar notkunar á eftirfararbúnaði. Íslenska ríkið sótti um leyfi til að áfrýja málinu en því synjaði Hæstiréttur. Áður hafði Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bæri að láta af þeirri aðgerð að fylgjast með bifreið viðkomandi með eftirfararbúnaði, sbr. Hrd. í máli nr. 38/2008. Sú niðurstaða héraðsdóms að rannsóknaraðgerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ólögmæt og brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi stendur því óhögguð. Íslenska ríkið og lögregluyfirvöld viðurkenna að eftirfararbúnaður hafi verið notaður lengi við rannsókn sakamála á Íslandi eða a.m.k. frá árinu 1999. Búnaðurinn var því notaður ólöglega við rannsókn sakamála í að a.m.k. tíu ár, en notkuninni var veitt lagastoð 1. janúar 2009. Eftir því sem næst verður komist hafa mest verið til þrjú eintök af eftirfararbúnaðinum sem hafa verið í stanslausri notkun. Það verður því að telja að þeir aðilar sem búnaðinum var beitt gegn með ólögmætum hætti skipti tugum ef ekki hundruðum. Aðeins einn þessara manna hefur fengið tjón sitt bætt. Ástæðan fyrir því að aðrir hafa ekki leitað réttar síns er sú að þeim er ekki kunnugt um að lögreglan hafi beitt þá ólögmætum rannsóknaraðgerðum, en þeim sem eftirfararbúnaðinum var beint gegn var ekki tilkynnt um rannsóknaraðgerðina þegar hún var yfirstaðin eins og lögreglu ber að gera samkvæmt grunnreglum sakamálaréttarfars. Húsleit án heimildarUm miðjan dag í september 2009 braust Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu inn í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdi þar leit án þess að til grundvallar lægi dómsúrskurður sem heimilaði leitina. Rök lögreglunnar fyrir húsleitinni voru þau að heyra hefði mátt tónlist úr íbúðinni, en það væri þekkt aðferð fíknefnaræktenda að spila tónlist á meðan ræktun færi fram. Lögreglan gerði enga tilraun til þess að hafa samband við eiganda eða leigjanda íbúðarinnar áður en húsleitin var framkvæmd eins og lögreglu bar að gera lögum samkvæmt. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og leitin var ekki framkvæmd í þágu rannsóknar á sérstöku sakamáli þar sem leigjandi eða eigandi íbúðarinnar var með réttarstöðu grunaðs manns. Þegar leitin var yfirstaðin hafði lögreglan sambandi við leigjanda íbúðarinnar og bað hann að hitta lögreglu á bensínstöð við Miklubraut þar sem leigjandanum var tilkynnt um leitina á heimili hans og afhentir nýir lyklar að íbúðinni. Fjölmiðlar í húsleitSnemma á síðasta ári framkvæmdi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu húsleit á heimili barnafjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitin var framkvæmd á meðan að húsráðendur voru í fríi í útlöndum. Að frumkvæði lögreglu voru fjölmiðlamenn frá einum ljósvakamiðlanna viðstaddir húsleitina. Lögreglan veitti þeim aðgang að heimili fjölskyldunnar þar sem frétta- og kvikmyndatökumaður viðkomandi fjölmiðils athöfnuðu sig að vild. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og var sakamálið sem var grundvöllur húsleitarinnar fellt niður. Fjölskyldan hafði því ekkert sér til sakar unnið. Öðru máli gegnir um Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu sem gerðist sekur um margvísleg lögbrot gagnvart fjölskyldunni, s.s. brot gegn friðhelgi einkalífs, þagnarskyldu, meðalhófsreglu og reglum um réttláta málsmeðferð, með því að tilkynna fjölmiðlum um húsleitina og gefa þeim kost á að vera þátttakendur í leitinni. Benjamin Franklin sagði: Sá sem er reiðubúinn að fórna frelsinu fyrir öryggi á hvorugt skilið og mun á endanum tapa báðu. Af framangreindum dæmum og þeirri einhliða umræðu sem ríkir á Íslandi um ofangreind málefni, jafnt af hálfu fjölmiðlamanna sem stjórnmálamanna, er ljóst að aðvörunarorð bandaríska stjórnspekingsins eiga jafnvel við í dag og þegar þau féllu fyrst. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað gagnrýnislaust um nauðsyn þess að lögreglan fái auknar rannsóknarheimildir til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hugtakið forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu virðist vera samheiti yfir athafnir sem heimila lögreglu að hafa borgarana undir eftirliti og skerða þannig grundvallarmannréttindi þeirra án þess að þeir sem sæta eftirlitinu hafi réttarstöðu grunaðs manns í sérstöku sakamáli. Af framangreindri umfjöllun fjölmiðla má ráða að lögreglu sé almennt vel treystandi til að fara með slíkar rannsóknarheimildir lögum samkvæmt. Svo er ekki. Ólögmætt eftirlitMeð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 var íslenska ríkið dæmt til greiða einstaklingi skaðabætur vegna ólögmætrar notkunar á eftirfararbúnaði. Íslenska ríkið sótti um leyfi til að áfrýja málinu en því synjaði Hæstiréttur. Áður hafði Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bæri að láta af þeirri aðgerð að fylgjast með bifreið viðkomandi með eftirfararbúnaði, sbr. Hrd. í máli nr. 38/2008. Sú niðurstaða héraðsdóms að rannsóknaraðgerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ólögmæt og brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi stendur því óhögguð. Íslenska ríkið og lögregluyfirvöld viðurkenna að eftirfararbúnaður hafi verið notaður lengi við rannsókn sakamála á Íslandi eða a.m.k. frá árinu 1999. Búnaðurinn var því notaður ólöglega við rannsókn sakamála í að a.m.k. tíu ár, en notkuninni var veitt lagastoð 1. janúar 2009. Eftir því sem næst verður komist hafa mest verið til þrjú eintök af eftirfararbúnaðinum sem hafa verið í stanslausri notkun. Það verður því að telja að þeir aðilar sem búnaðinum var beitt gegn með ólögmætum hætti skipti tugum ef ekki hundruðum. Aðeins einn þessara manna hefur fengið tjón sitt bætt. Ástæðan fyrir því að aðrir hafa ekki leitað réttar síns er sú að þeim er ekki kunnugt um að lögreglan hafi beitt þá ólögmætum rannsóknaraðgerðum, en þeim sem eftirfararbúnaðinum var beint gegn var ekki tilkynnt um rannsóknaraðgerðina þegar hún var yfirstaðin eins og lögreglu ber að gera samkvæmt grunnreglum sakamálaréttarfars. Húsleit án heimildarUm miðjan dag í september 2009 braust Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu inn í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdi þar leit án þess að til grundvallar lægi dómsúrskurður sem heimilaði leitina. Rök lögreglunnar fyrir húsleitinni voru þau að heyra hefði mátt tónlist úr íbúðinni, en það væri þekkt aðferð fíknefnaræktenda að spila tónlist á meðan ræktun færi fram. Lögreglan gerði enga tilraun til þess að hafa samband við eiganda eða leigjanda íbúðarinnar áður en húsleitin var framkvæmd eins og lögreglu bar að gera lögum samkvæmt. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og leitin var ekki framkvæmd í þágu rannsóknar á sérstöku sakamáli þar sem leigjandi eða eigandi íbúðarinnar var með réttarstöðu grunaðs manns. Þegar leitin var yfirstaðin hafði lögreglan sambandi við leigjanda íbúðarinnar og bað hann að hitta lögreglu á bensínstöð við Miklubraut þar sem leigjandanum var tilkynnt um leitina á heimili hans og afhentir nýir lyklar að íbúðinni. Fjölmiðlar í húsleitSnemma á síðasta ári framkvæmdi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu húsleit á heimili barnafjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitin var framkvæmd á meðan að húsráðendur voru í fríi í útlöndum. Að frumkvæði lögreglu voru fjölmiðlamenn frá einum ljósvakamiðlanna viðstaddir húsleitina. Lögreglan veitti þeim aðgang að heimili fjölskyldunnar þar sem frétta- og kvikmyndatökumaður viðkomandi fjölmiðils athöfnuðu sig að vild. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og var sakamálið sem var grundvöllur húsleitarinnar fellt niður. Fjölskyldan hafði því ekkert sér til sakar unnið. Öðru máli gegnir um Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu sem gerðist sekur um margvísleg lögbrot gagnvart fjölskyldunni, s.s. brot gegn friðhelgi einkalífs, þagnarskyldu, meðalhófsreglu og reglum um réttláta málsmeðferð, með því að tilkynna fjölmiðlum um húsleitina og gefa þeim kost á að vera þátttakendur í leitinni. Benjamin Franklin sagði: Sá sem er reiðubúinn að fórna frelsinu fyrir öryggi á hvorugt skilið og mun á endanum tapa báðu. Af framangreindum dæmum og þeirri einhliða umræðu sem ríkir á Íslandi um ofangreind málefni, jafnt af hálfu fjölmiðlamanna sem stjórnmálamanna, er ljóst að aðvörunarorð bandaríska stjórnspekingsins eiga jafnvel við í dag og þegar þau féllu fyrst. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun