Erlent

Tony Blair aftur í slaginn

Óli Tynes skrifar
Tony Blair .
Tony Blair .

Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands blandar sér í dag í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar sem að öllum líkindum verða haldnar sjötta maí næstkomandi.

Verkamannaflokkur hans hefur átt nokkuð undir högg að sækja og Blair er sagður ákafur að láta til sín taka.

Búist er við að Blair beri lof á flokkinn sjálfan og Gordon Brown en að hann muni ekki ráðast beinlínis gegn David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins.

Flokksbræður Blairs taka honum ákaflega vel, en það eru ekki allir hrifnir af íhlutun hans.

Sérstaklega segja þeir sem eru andvígir stríðinu í Írak að það muni ekki skila neinu góðu að tefla honum fram núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×