Pútín og Medvedev boða stríðsaðgerðir 30. mars 2010 05:00 Læknar og björgunarfólk aðstoða særðan mann fyrir utan lestarstöðina Park Kúltúrí í Moskvu. nordicphotos/AFP „Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. Fyrri sprengjan sprakk rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun á lestarstöðinni Lúbjanka, sem er undir höfuðstöðvum leyniþjónustunnar FSB, arftaka hinnar illræmdu KGB. Seinni sprengingin varð um 45 mínútum síðar á lestarstöðinni Park Kúltúrí, sem er skammt frá hinum þekkta Gorkígarði í Moskvu. Báðar sprengjurnar sprungu þegar lest var nýkomin á stöðina og dyrnar voru að opnast. „Ég heyrði sprengingu, sneri höfðinu og reykur var alls staðar. Fólkið hljóp öskrandi að útgönguleiðunum,“ sagði Alexander Vakulov, 24 ára maður sem var á Park Kúltúrí-stöðinni í lest á öðrum brautarpalli gegnt þeim sem varð fyrir árásinni. Bæði Vladimír Pútín forseti og Dmitrí Medvedev forsætisráðherra höfðu í gær stór orð um að refsa tsjetsjensku uppreisnarhópunum, sem taldir eru bera ábyrgð á árásinni. Pútín sagði að hryðjuverkamönnunum yrði hreinlega tortímt og Medvedev sagði að baráttunni gegn hryðjuverkamönnum yrði haldið áfram þar til yfir lyki. Hvorugur þeirra nefndi þó neitt ákveðið um væntanleg viðbrögð stjórnvalda. Rússneski herinn vann að mestu sigur á uppreisnarsveitum Tsjetsjena með þungum árásum í stríði fyrir um það bil áratug, en síðan hafa uppreisnarhópar engu síður gengið lausum hala í fjallahéruðum og skóglendi Tsjetsjeníu þrátt fyrir að stjórn héraðsins hafi verið vinveitt Moskvustjórn. Lestarstöðvarnar tvær í Moskvu voru opnaðar á ný um fjögurleytið. Einu ummerki atburða dagsins voru göt eftir sprengjubrot á veggjum stöðvanna. Vegfarendur voru þó varir um sig fyrst í stað. „Þetta er skelfilegt,“ sagði einn þeirra, sextán ára piltur að nafni Vasilí Vlastinin. „Það er orðið hættulegt að taka jarðlestirnar, en ég held samt áfram að ferðast með þeim. Maður þarf einhvern veginn að komast í skóla eða vinnu.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
„Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. Fyrri sprengjan sprakk rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun á lestarstöðinni Lúbjanka, sem er undir höfuðstöðvum leyniþjónustunnar FSB, arftaka hinnar illræmdu KGB. Seinni sprengingin varð um 45 mínútum síðar á lestarstöðinni Park Kúltúrí, sem er skammt frá hinum þekkta Gorkígarði í Moskvu. Báðar sprengjurnar sprungu þegar lest var nýkomin á stöðina og dyrnar voru að opnast. „Ég heyrði sprengingu, sneri höfðinu og reykur var alls staðar. Fólkið hljóp öskrandi að útgönguleiðunum,“ sagði Alexander Vakulov, 24 ára maður sem var á Park Kúltúrí-stöðinni í lest á öðrum brautarpalli gegnt þeim sem varð fyrir árásinni. Bæði Vladimír Pútín forseti og Dmitrí Medvedev forsætisráðherra höfðu í gær stór orð um að refsa tsjetsjensku uppreisnarhópunum, sem taldir eru bera ábyrgð á árásinni. Pútín sagði að hryðjuverkamönnunum yrði hreinlega tortímt og Medvedev sagði að baráttunni gegn hryðjuverkamönnum yrði haldið áfram þar til yfir lyki. Hvorugur þeirra nefndi þó neitt ákveðið um væntanleg viðbrögð stjórnvalda. Rússneski herinn vann að mestu sigur á uppreisnarsveitum Tsjetsjena með þungum árásum í stríði fyrir um það bil áratug, en síðan hafa uppreisnarhópar engu síður gengið lausum hala í fjallahéruðum og skóglendi Tsjetsjeníu þrátt fyrir að stjórn héraðsins hafi verið vinveitt Moskvustjórn. Lestarstöðvarnar tvær í Moskvu voru opnaðar á ný um fjögurleytið. Einu ummerki atburða dagsins voru göt eftir sprengjubrot á veggjum stöðvanna. Vegfarendur voru þó varir um sig fyrst í stað. „Þetta er skelfilegt,“ sagði einn þeirra, sextán ára piltur að nafni Vasilí Vlastinin. „Það er orðið hættulegt að taka jarðlestirnar, en ég held samt áfram að ferðast með þeim. Maður þarf einhvern veginn að komast í skóla eða vinnu.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira