Leigubílstjóri rændur: „Þetta var óhugnanleg lífsreynsla“ 22. desember 2010 06:00 Leigubílstjórinn sem Fréttablaðið ræddi við segir 99 prósent farþega í góðu lagi. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla," segir leigubílstjóri sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Hann varð fyrir því í fyrrinótt að farþegi ógnaði honum með sprautunál og rændi síðan. Bílstjórinn vill ekki koma fram undir nafni, þar sem það gæti valdið honum frekari óþægindum. Leigubílstjórinn skýrir svo frá að það hafi verið upp úr miðnætti í fyrrakvöld sem hann var með bílinn kyrrstæðan í nágrenni við 10-11 verslunina við Dalveg. „Ég sé að maður kemur labbandi og spyr mig hvort bíllinn sé laus. Ég jánkaði því og hann settist inn. Þegar ég sá framan í hann hugsaði ég með mér: „Hvað er ég búinn að taka upp í?" því ég sá strax að hann var dópaður og ruglaður." Maðurinn sagðist hafa verið að vinna í næsta húsi og þyrfti að komast í Trönuhjalla. Leigubílstjórinn gerði sem hann var beðinn um. „Þegar við vorum komnir á áfangastað spurði hann mig hvort ég gæti skipt fimm þúsund kalli. Ég teygði mig í veskið sem var í hurðinni og þá notaði hann tækifærið, teygði sig í bíllykilinn og drap á bílnum. Ég sá þá að hann hélt á notaðri, ógeðslegri sprautu með nál í hendinni alveg við hliðina á mér." Maðurinn heimtaði peninga af leigubílstjóranum. Eitthvað hafði hann upp úr krafsinu, stökk út úr bílnum, fleygði lyklunum frá sér og hvarf út í myrkrið. „Ég hringdi þegar í lögreglu, sem mætti á staðinn með það sama," segir bílstjórinn. „Mitt næsta verk verður að fá mér myndavél í bílinn." Ræninginn var ófundinn síðdegis í gær, en lögregla leitaði hans.- jss Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
„Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla," segir leigubílstjóri sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Hann varð fyrir því í fyrrinótt að farþegi ógnaði honum með sprautunál og rændi síðan. Bílstjórinn vill ekki koma fram undir nafni, þar sem það gæti valdið honum frekari óþægindum. Leigubílstjórinn skýrir svo frá að það hafi verið upp úr miðnætti í fyrrakvöld sem hann var með bílinn kyrrstæðan í nágrenni við 10-11 verslunina við Dalveg. „Ég sé að maður kemur labbandi og spyr mig hvort bíllinn sé laus. Ég jánkaði því og hann settist inn. Þegar ég sá framan í hann hugsaði ég með mér: „Hvað er ég búinn að taka upp í?" því ég sá strax að hann var dópaður og ruglaður." Maðurinn sagðist hafa verið að vinna í næsta húsi og þyrfti að komast í Trönuhjalla. Leigubílstjórinn gerði sem hann var beðinn um. „Þegar við vorum komnir á áfangastað spurði hann mig hvort ég gæti skipt fimm þúsund kalli. Ég teygði mig í veskið sem var í hurðinni og þá notaði hann tækifærið, teygði sig í bíllykilinn og drap á bílnum. Ég sá þá að hann hélt á notaðri, ógeðslegri sprautu með nál í hendinni alveg við hliðina á mér." Maðurinn heimtaði peninga af leigubílstjóranum. Eitthvað hafði hann upp úr krafsinu, stökk út úr bílnum, fleygði lyklunum frá sér og hvarf út í myrkrið. „Ég hringdi þegar í lögreglu, sem mætti á staðinn með það sama," segir bílstjórinn. „Mitt næsta verk verður að fá mér myndavél í bílinn." Ræninginn var ófundinn síðdegis í gær, en lögregla leitaði hans.- jss
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira