Trú á tækifæri í stað ágjafar Andri Heiðar Kristinsson skrifar 12. febrúar 2010 06:00 Íslenskt viðskiptalíf stendur á tímamótum og er öllum ljóst að mikil uppbygging og endurnýjun er fram undan næstu árin. Þetta á jafnt við í stórum sem smáum fyrirtækjum, nýjum sem gömlum. Undanfarin ár hefur að mínu mati myndast ójafnvægi á milli stærri fyrirtækja og þeirra sem minni eru þrátt fyrir að um 90% fyrirtækja á Íslandi séu skilgreind í hópi þeirra síðarnefndu samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs. Jafnframt hefur myndast ákveðið ójafnvægi á milli atvinnugeira og fjölbreytni hefur verið ábótavant. Á þessu þarf að taka í þeirri uppbyggingu sem fram undan er – en þó er afar mikilvægt að það verði gert án þess að hygla sérstaklega ákveðnum tegundum fyrirtækja eða atvinnugreinum með of flóknu regluverki og sértækum úrræðum. Ég tel að í þessu samhengi þurfi að hlúa að nýsköpun í litlum sem stórum fyrirtækjum, en það verði best gert á viðskiptalegum forsendum. Þetta er sérlega mikilvægt að hafa hugfast einmitt núna enda kennir sagan okkur að á tímum efnahagsþrenginga skapast jafnan ný tækifæri og hafa mörg af þekktustu fyrirtækjum heims verið stofnuð á slíkum tímum. Hér þarf því að skapa umgjörð og fyrirtækjamenningu sem byggir á viðskiptalegum forsendum, öflugu fólki og trú þess á að skapa og nýta eigin tækifæri. Hér vaxi ekki úr grasi fyrirtæki sem treysta um of á ágjöf og íhlutun hins opinbera. Vissulega hefur hið opinbera þó mikilvægu hlutverki að gegna í því að setja skýrar, gegnsæjar og réttlátar leikreglur. Stuðningur við nýsköpun þarf hins vegar að byggja á jöfnu samkeppnisumhverfi og grundavallast af einföldu og hvetjandi lagaumhverfi sem og lítilli yfirbyggingu hins opinbera stuðningsumhverfis en ekki sérsniðnum aðgerðum fyrir lítinn hóp nýsköpunarfyrirtækja. Það er mín framtíðarsýn að á Íslandi sé nauðsynlegt að halda ákveðnum grunngildum viðskiptalífsins á lofti sem grundvallast áfram af heilbrigðri samkeppni, frjálsum en ábyrgum markaði og takmörkuðum afskiptum hins opinbera. Þessu má ekki gleyma í því umróti sem nú á sér stað. Á sama tíma er það afar mikilvægt að hugsa ákveðna þætti á nýjan hátt, skoða hver hin raunverulegu grunngildi viðskiptalífsins eru og horfa á fyrirtæki landsins sem mikilvægan hlekk og fyrirmynd í því að skapa ábyrgt og sjálfbært samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslenskt viðskiptalíf stendur á tímamótum og er öllum ljóst að mikil uppbygging og endurnýjun er fram undan næstu árin. Þetta á jafnt við í stórum sem smáum fyrirtækjum, nýjum sem gömlum. Undanfarin ár hefur að mínu mati myndast ójafnvægi á milli stærri fyrirtækja og þeirra sem minni eru þrátt fyrir að um 90% fyrirtækja á Íslandi séu skilgreind í hópi þeirra síðarnefndu samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs. Jafnframt hefur myndast ákveðið ójafnvægi á milli atvinnugeira og fjölbreytni hefur verið ábótavant. Á þessu þarf að taka í þeirri uppbyggingu sem fram undan er – en þó er afar mikilvægt að það verði gert án þess að hygla sérstaklega ákveðnum tegundum fyrirtækja eða atvinnugreinum með of flóknu regluverki og sértækum úrræðum. Ég tel að í þessu samhengi þurfi að hlúa að nýsköpun í litlum sem stórum fyrirtækjum, en það verði best gert á viðskiptalegum forsendum. Þetta er sérlega mikilvægt að hafa hugfast einmitt núna enda kennir sagan okkur að á tímum efnahagsþrenginga skapast jafnan ný tækifæri og hafa mörg af þekktustu fyrirtækjum heims verið stofnuð á slíkum tímum. Hér þarf því að skapa umgjörð og fyrirtækjamenningu sem byggir á viðskiptalegum forsendum, öflugu fólki og trú þess á að skapa og nýta eigin tækifæri. Hér vaxi ekki úr grasi fyrirtæki sem treysta um of á ágjöf og íhlutun hins opinbera. Vissulega hefur hið opinbera þó mikilvægu hlutverki að gegna í því að setja skýrar, gegnsæjar og réttlátar leikreglur. Stuðningur við nýsköpun þarf hins vegar að byggja á jöfnu samkeppnisumhverfi og grundavallast af einföldu og hvetjandi lagaumhverfi sem og lítilli yfirbyggingu hins opinbera stuðningsumhverfis en ekki sérsniðnum aðgerðum fyrir lítinn hóp nýsköpunarfyrirtækja. Það er mín framtíðarsýn að á Íslandi sé nauðsynlegt að halda ákveðnum grunngildum viðskiptalífsins á lofti sem grundvallast áfram af heilbrigðri samkeppni, frjálsum en ábyrgum markaði og takmörkuðum afskiptum hins opinbera. Þessu má ekki gleyma í því umróti sem nú á sér stað. Á sama tíma er það afar mikilvægt að hugsa ákveðna þætti á nýjan hátt, skoða hver hin raunverulegu grunngildi viðskiptalífsins eru og horfa á fyrirtæki landsins sem mikilvægan hlekk og fyrirmynd í því að skapa ábyrgt og sjálfbært samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun