Trú á tækifæri í stað ágjafar Andri Heiðar Kristinsson skrifar 12. febrúar 2010 06:00 Íslenskt viðskiptalíf stendur á tímamótum og er öllum ljóst að mikil uppbygging og endurnýjun er fram undan næstu árin. Þetta á jafnt við í stórum sem smáum fyrirtækjum, nýjum sem gömlum. Undanfarin ár hefur að mínu mati myndast ójafnvægi á milli stærri fyrirtækja og þeirra sem minni eru þrátt fyrir að um 90% fyrirtækja á Íslandi séu skilgreind í hópi þeirra síðarnefndu samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs. Jafnframt hefur myndast ákveðið ójafnvægi á milli atvinnugeira og fjölbreytni hefur verið ábótavant. Á þessu þarf að taka í þeirri uppbyggingu sem fram undan er – en þó er afar mikilvægt að það verði gert án þess að hygla sérstaklega ákveðnum tegundum fyrirtækja eða atvinnugreinum með of flóknu regluverki og sértækum úrræðum. Ég tel að í þessu samhengi þurfi að hlúa að nýsköpun í litlum sem stórum fyrirtækjum, en það verði best gert á viðskiptalegum forsendum. Þetta er sérlega mikilvægt að hafa hugfast einmitt núna enda kennir sagan okkur að á tímum efnahagsþrenginga skapast jafnan ný tækifæri og hafa mörg af þekktustu fyrirtækjum heims verið stofnuð á slíkum tímum. Hér þarf því að skapa umgjörð og fyrirtækjamenningu sem byggir á viðskiptalegum forsendum, öflugu fólki og trú þess á að skapa og nýta eigin tækifæri. Hér vaxi ekki úr grasi fyrirtæki sem treysta um of á ágjöf og íhlutun hins opinbera. Vissulega hefur hið opinbera þó mikilvægu hlutverki að gegna í því að setja skýrar, gegnsæjar og réttlátar leikreglur. Stuðningur við nýsköpun þarf hins vegar að byggja á jöfnu samkeppnisumhverfi og grundavallast af einföldu og hvetjandi lagaumhverfi sem og lítilli yfirbyggingu hins opinbera stuðningsumhverfis en ekki sérsniðnum aðgerðum fyrir lítinn hóp nýsköpunarfyrirtækja. Það er mín framtíðarsýn að á Íslandi sé nauðsynlegt að halda ákveðnum grunngildum viðskiptalífsins á lofti sem grundvallast áfram af heilbrigðri samkeppni, frjálsum en ábyrgum markaði og takmörkuðum afskiptum hins opinbera. Þessu má ekki gleyma í því umróti sem nú á sér stað. Á sama tíma er það afar mikilvægt að hugsa ákveðna þætti á nýjan hátt, skoða hver hin raunverulegu grunngildi viðskiptalífsins eru og horfa á fyrirtæki landsins sem mikilvægan hlekk og fyrirmynd í því að skapa ábyrgt og sjálfbært samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Íslenskt viðskiptalíf stendur á tímamótum og er öllum ljóst að mikil uppbygging og endurnýjun er fram undan næstu árin. Þetta á jafnt við í stórum sem smáum fyrirtækjum, nýjum sem gömlum. Undanfarin ár hefur að mínu mati myndast ójafnvægi á milli stærri fyrirtækja og þeirra sem minni eru þrátt fyrir að um 90% fyrirtækja á Íslandi séu skilgreind í hópi þeirra síðarnefndu samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs. Jafnframt hefur myndast ákveðið ójafnvægi á milli atvinnugeira og fjölbreytni hefur verið ábótavant. Á þessu þarf að taka í þeirri uppbyggingu sem fram undan er – en þó er afar mikilvægt að það verði gert án þess að hygla sérstaklega ákveðnum tegundum fyrirtækja eða atvinnugreinum með of flóknu regluverki og sértækum úrræðum. Ég tel að í þessu samhengi þurfi að hlúa að nýsköpun í litlum sem stórum fyrirtækjum, en það verði best gert á viðskiptalegum forsendum. Þetta er sérlega mikilvægt að hafa hugfast einmitt núna enda kennir sagan okkur að á tímum efnahagsþrenginga skapast jafnan ný tækifæri og hafa mörg af þekktustu fyrirtækjum heims verið stofnuð á slíkum tímum. Hér þarf því að skapa umgjörð og fyrirtækjamenningu sem byggir á viðskiptalegum forsendum, öflugu fólki og trú þess á að skapa og nýta eigin tækifæri. Hér vaxi ekki úr grasi fyrirtæki sem treysta um of á ágjöf og íhlutun hins opinbera. Vissulega hefur hið opinbera þó mikilvægu hlutverki að gegna í því að setja skýrar, gegnsæjar og réttlátar leikreglur. Stuðningur við nýsköpun þarf hins vegar að byggja á jöfnu samkeppnisumhverfi og grundavallast af einföldu og hvetjandi lagaumhverfi sem og lítilli yfirbyggingu hins opinbera stuðningsumhverfis en ekki sérsniðnum aðgerðum fyrir lítinn hóp nýsköpunarfyrirtækja. Það er mín framtíðarsýn að á Íslandi sé nauðsynlegt að halda ákveðnum grunngildum viðskiptalífsins á lofti sem grundvallast áfram af heilbrigðri samkeppni, frjálsum en ábyrgum markaði og takmörkuðum afskiptum hins opinbera. Þessu má ekki gleyma í því umróti sem nú á sér stað. Á sama tíma er það afar mikilvægt að hugsa ákveðna þætti á nýjan hátt, skoða hver hin raunverulegu grunngildi viðskiptalífsins eru og horfa á fyrirtæki landsins sem mikilvægan hlekk og fyrirmynd í því að skapa ábyrgt og sjálfbært samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun