Varðskipið Óðinn 50 ára 27. janúar 2010 12:46 Við komu Óðins í janúar 1960. Mynd/lhg.is Varðskipið Óðinn er 50 ára í dag en skipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Síðasta sjóferð Óðins fyrir Landhelgisgæsluna var farin fyrir fjórum árum. Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. Varðskipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 millimetra fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar.Óðinn eftir ásiglingu í þorskastríðinu. Mynd/lhg.is„Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip fjórtán sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa," segir á vef Landhelgisgæslunnar. Þar segir jafnframt að Óðinn hafi sinnt almennu veiðieftirliti alla tíð og beindist það bæði að íslenskum og erlendum skipum. Fylgjast þurfti með hvar var veitt og hvernig veiðarfærin voru. Einnig var Óðinn oft kallaður til þegar ófærð var í landi og erfiðleikar við fólks- og vöruflutninga, ekki síst í afskekktustu byggðum landsins. Síðasta sjóferð Óðins í þágu Landhelgisgæslunnar var farin í júní 2006.Gestir geta rætt við fyrrum skipverjaÍ tilefni af afmæli varðskipsins Óðins verður fólki boðið frítt inn helgina 30. til 31. janúar í Víkina - Sjóminjasafnið í Reykjavík á Grandagarði, þar sem gestir geta gengið um borð í varðskipið og rætt þar við fyrrum skipverja af Óðni. Í dag verður haldin móttaka í Sjóminjasafninu Grandagarði milli klukkan 17 og 19 fyrir hollvini og áhugamenn um varðveislu skipsins, þar sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Guðmundur Hallvarðsson formaður Hollvinasamtaka Óðins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Víkurinnar - Sjóminjasafnsins í Reykjavík, munu ávarpa gesti. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Varðskipið Óðinn er 50 ára í dag en skipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Síðasta sjóferð Óðins fyrir Landhelgisgæsluna var farin fyrir fjórum árum. Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. Varðskipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 millimetra fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum voru þó togvíraklippurnar.Óðinn eftir ásiglingu í þorskastríðinu. Mynd/lhg.is„Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip fjórtán sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa," segir á vef Landhelgisgæslunnar. Þar segir jafnframt að Óðinn hafi sinnt almennu veiðieftirliti alla tíð og beindist það bæði að íslenskum og erlendum skipum. Fylgjast þurfti með hvar var veitt og hvernig veiðarfærin voru. Einnig var Óðinn oft kallaður til þegar ófærð var í landi og erfiðleikar við fólks- og vöruflutninga, ekki síst í afskekktustu byggðum landsins. Síðasta sjóferð Óðins í þágu Landhelgisgæslunnar var farin í júní 2006.Gestir geta rætt við fyrrum skipverjaÍ tilefni af afmæli varðskipsins Óðins verður fólki boðið frítt inn helgina 30. til 31. janúar í Víkina - Sjóminjasafnið í Reykjavík á Grandagarði, þar sem gestir geta gengið um borð í varðskipið og rætt þar við fyrrum skipverja af Óðni. Í dag verður haldin móttaka í Sjóminjasafninu Grandagarði milli klukkan 17 og 19 fyrir hollvini og áhugamenn um varðveislu skipsins, þar sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Guðmundur Hallvarðsson formaður Hollvinasamtaka Óðins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Víkurinnar - Sjóminjasafnsins í Reykjavík, munu ávarpa gesti.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira