Stúdentar í óvissu Jens Fjalar Skaptason skrifar 11. mars 2010 06:00 Á undanförnum misserum hefur atvinnuleysi á Íslandi aukist hröðum skrefum. Alþýðusamband Íslands spáir 10,7% atvinnuleysi á landsvísu. Í árferði sem þessu hvílir sú skylda á herðum stjórnvalda að huga að aðgerðum sem tryggja öryggi þeirra sem enga vinnu fá. Á síðasta ári öxluðu stjórnvöld þessa ábyrgð gagnvart námsmönnum m.a. með því að koma á fót sumarönn við Háskóla Íslands. Mikillar ánægju gætti meðal nemenda með þetta og leiddi það til þess að fjöldi nemenda gat lagt stund á lánshæft nám hjá LÍN síðastliðið sumar. Ýmsir vankantar voru þó á þessari frumraun, til dæmis var námsframboð af skornum skammti og sá fjöldi nemenda sér því ekki fært að nýta sér sumarönn. Þrátt fyrir ítrekaðan þrýsting hefur Stúdentaráði hvorki borist afdráttarlaust svar frá háskólayfirvöldum né menntamálaráðuneyti hvort til standi að halda sumarönn í ár. Sú staðreynd að það skuli vera vafamál þykir Stúdentaráði undarlegt. Ekki aðeins hefur atvinnuleysi aukist frá því í fyrra heldur hafa atvinnuleysisbætur til atvinnulausra námsmanna verið afnumdar með öllu. Í þessari stöðu verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að sýna a.m.k. viðleitni til þess að bæta úr vanköntum sumarannar síðasta árs. Ef stjórnvöld hafna sumarönn við HÍ er ljóst að álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna mun aukast til muna, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðherra, eiga stúdentar rétt á félagslegum bótum í sumar ef þeir eru stunda ekki nám. Að mati Stúdentaráðs getur það vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að velta kostnaðinum með slíkum hætti frá ríki til sveitarfélaga. Þegar valið stendur á milli óafturkræfra félagslegra bóta eða námslána sem verða að fullu endurgreidd, með vöxtum, telur Stúdentaráð svarið augljóst. Á erfiðum tímum og í harðnandi samkeppnisumhverfi íslenskra háskóla telur Stúdentaráð það óskoraða skyldu ríkisins gagnvart nemendum hins ríkisrekna Háskóla Íslands að svara neyðarkalli þeirra, koma til móts við þá á tímum atvinnuleysis og veita þeim kost á sumarönn í ár. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur atvinnuleysi á Íslandi aukist hröðum skrefum. Alþýðusamband Íslands spáir 10,7% atvinnuleysi á landsvísu. Í árferði sem þessu hvílir sú skylda á herðum stjórnvalda að huga að aðgerðum sem tryggja öryggi þeirra sem enga vinnu fá. Á síðasta ári öxluðu stjórnvöld þessa ábyrgð gagnvart námsmönnum m.a. með því að koma á fót sumarönn við Háskóla Íslands. Mikillar ánægju gætti meðal nemenda með þetta og leiddi það til þess að fjöldi nemenda gat lagt stund á lánshæft nám hjá LÍN síðastliðið sumar. Ýmsir vankantar voru þó á þessari frumraun, til dæmis var námsframboð af skornum skammti og sá fjöldi nemenda sér því ekki fært að nýta sér sumarönn. Þrátt fyrir ítrekaðan þrýsting hefur Stúdentaráði hvorki borist afdráttarlaust svar frá háskólayfirvöldum né menntamálaráðuneyti hvort til standi að halda sumarönn í ár. Sú staðreynd að það skuli vera vafamál þykir Stúdentaráði undarlegt. Ekki aðeins hefur atvinnuleysi aukist frá því í fyrra heldur hafa atvinnuleysisbætur til atvinnulausra námsmanna verið afnumdar með öllu. Í þessari stöðu verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að sýna a.m.k. viðleitni til þess að bæta úr vanköntum sumarannar síðasta árs. Ef stjórnvöld hafna sumarönn við HÍ er ljóst að álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna mun aukast til muna, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðherra, eiga stúdentar rétt á félagslegum bótum í sumar ef þeir eru stunda ekki nám. Að mati Stúdentaráðs getur það vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að velta kostnaðinum með slíkum hætti frá ríki til sveitarfélaga. Þegar valið stendur á milli óafturkræfra félagslegra bóta eða námslána sem verða að fullu endurgreidd, með vöxtum, telur Stúdentaráð svarið augljóst. Á erfiðum tímum og í harðnandi samkeppnisumhverfi íslenskra háskóla telur Stúdentaráð það óskoraða skyldu ríkisins gagnvart nemendum hins ríkisrekna Háskóla Íslands að svara neyðarkalli þeirra, koma til móts við þá á tímum atvinnuleysis og veita þeim kost á sumarönn í ár. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun