Stúdentar í óvissu Jens Fjalar Skaptason skrifar 11. mars 2010 06:00 Á undanförnum misserum hefur atvinnuleysi á Íslandi aukist hröðum skrefum. Alþýðusamband Íslands spáir 10,7% atvinnuleysi á landsvísu. Í árferði sem þessu hvílir sú skylda á herðum stjórnvalda að huga að aðgerðum sem tryggja öryggi þeirra sem enga vinnu fá. Á síðasta ári öxluðu stjórnvöld þessa ábyrgð gagnvart námsmönnum m.a. með því að koma á fót sumarönn við Háskóla Íslands. Mikillar ánægju gætti meðal nemenda með þetta og leiddi það til þess að fjöldi nemenda gat lagt stund á lánshæft nám hjá LÍN síðastliðið sumar. Ýmsir vankantar voru þó á þessari frumraun, til dæmis var námsframboð af skornum skammti og sá fjöldi nemenda sér því ekki fært að nýta sér sumarönn. Þrátt fyrir ítrekaðan þrýsting hefur Stúdentaráði hvorki borist afdráttarlaust svar frá háskólayfirvöldum né menntamálaráðuneyti hvort til standi að halda sumarönn í ár. Sú staðreynd að það skuli vera vafamál þykir Stúdentaráði undarlegt. Ekki aðeins hefur atvinnuleysi aukist frá því í fyrra heldur hafa atvinnuleysisbætur til atvinnulausra námsmanna verið afnumdar með öllu. Í þessari stöðu verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að sýna a.m.k. viðleitni til þess að bæta úr vanköntum sumarannar síðasta árs. Ef stjórnvöld hafna sumarönn við HÍ er ljóst að álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna mun aukast til muna, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðherra, eiga stúdentar rétt á félagslegum bótum í sumar ef þeir eru stunda ekki nám. Að mati Stúdentaráðs getur það vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að velta kostnaðinum með slíkum hætti frá ríki til sveitarfélaga. Þegar valið stendur á milli óafturkræfra félagslegra bóta eða námslána sem verða að fullu endurgreidd, með vöxtum, telur Stúdentaráð svarið augljóst. Á erfiðum tímum og í harðnandi samkeppnisumhverfi íslenskra háskóla telur Stúdentaráð það óskoraða skyldu ríkisins gagnvart nemendum hins ríkisrekna Háskóla Íslands að svara neyðarkalli þeirra, koma til móts við þá á tímum atvinnuleysis og veita þeim kost á sumarönn í ár. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur atvinnuleysi á Íslandi aukist hröðum skrefum. Alþýðusamband Íslands spáir 10,7% atvinnuleysi á landsvísu. Í árferði sem þessu hvílir sú skylda á herðum stjórnvalda að huga að aðgerðum sem tryggja öryggi þeirra sem enga vinnu fá. Á síðasta ári öxluðu stjórnvöld þessa ábyrgð gagnvart námsmönnum m.a. með því að koma á fót sumarönn við Háskóla Íslands. Mikillar ánægju gætti meðal nemenda með þetta og leiddi það til þess að fjöldi nemenda gat lagt stund á lánshæft nám hjá LÍN síðastliðið sumar. Ýmsir vankantar voru þó á þessari frumraun, til dæmis var námsframboð af skornum skammti og sá fjöldi nemenda sér því ekki fært að nýta sér sumarönn. Þrátt fyrir ítrekaðan þrýsting hefur Stúdentaráði hvorki borist afdráttarlaust svar frá háskólayfirvöldum né menntamálaráðuneyti hvort til standi að halda sumarönn í ár. Sú staðreynd að það skuli vera vafamál þykir Stúdentaráði undarlegt. Ekki aðeins hefur atvinnuleysi aukist frá því í fyrra heldur hafa atvinnuleysisbætur til atvinnulausra námsmanna verið afnumdar með öllu. Í þessari stöðu verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að sýna a.m.k. viðleitni til þess að bæta úr vanköntum sumarannar síðasta árs. Ef stjórnvöld hafna sumarönn við HÍ er ljóst að álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna mun aukast til muna, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðherra, eiga stúdentar rétt á félagslegum bótum í sumar ef þeir eru stunda ekki nám. Að mati Stúdentaráðs getur það vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að velta kostnaðinum með slíkum hætti frá ríki til sveitarfélaga. Þegar valið stendur á milli óafturkræfra félagslegra bóta eða námslána sem verða að fullu endurgreidd, með vöxtum, telur Stúdentaráð svarið augljóst. Á erfiðum tímum og í harðnandi samkeppnisumhverfi íslenskra háskóla telur Stúdentaráð það óskoraða skyldu ríkisins gagnvart nemendum hins ríkisrekna Háskóla Íslands að svara neyðarkalli þeirra, koma til móts við þá á tímum atvinnuleysis og veita þeim kost á sumarönn í ár. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun