Samtök iðnaðarins og aflandskrónur Lúðvík Júlíusson skrifar 3. nóvember 2010 14:30 Síðustu daga hefur mikið verið rætt um að hleypa aflandskrónum inn í landið til að koma peningum í vinnu. Ég gagnrýni þessa hugmyndir og tel þær annað hvort mistök eða hreinlega byggja á vanþekkingu á peningamálum. Að hleypa inn aflandskrónum er eins og að prenta peninga, þeir sem fá þá fyrstir græða en allur almenningur tapar! Auðvitað er Orri Hauksson ánægður með að vera í hópi þeirra sem græðir.... en viljið þið vera í hópi þeirra sem tapar enn einu sinni? Það eru tvær leiðir til að stjórna peningamagni í umferð, annað hvort að stýra því beint eða með vöxtum. Ef peningamagni er stýrt beint þá ræður markaðurinn vöxtunum en ef peningamagni er stýrt með vöxtum þá ræður markaðurinn peningamagni. Síðari aðferðin er notuð hér á landi eins og í flest öllum vestrænum ríkjum. Ef verðbólga er að aukast þá er dregið úr eftirspurn í hagkerfinu með því að hækka vexti og þar með draga saman peningamagn í umferð. Sé samdráttur í hagkerfinu og verðbólgan lág þá eru vextir lækkaðir til að auka peningamagn í umferð og eftirspurn. Það er ljóst að engar krónur eru „atvinnulausar" hagkerfi þar sem peningamagn er breytilegt. Breytilegt peningamagn sér til þess að peningamagn vex þegar tækifæri eru fyrir hendi og dregst saman þegar tækifærum fækkar. Þeir peningar sem ekki finna sér vinnu miðað við stýrivexti eða markaðsvexti, sem ráðast af verðbólgu og hagsveiflum, fara í Seðlabankann. Það er ljóst að peningamagn og eftirspurn hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef peningamagn er aukið þá lækkar gengi krónunnar en ef peningamagn er minnkað þá styrkist gengi krónunnar. Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu þá er ljóst að lægri vextir munu auka eftirspurn og peningamagn í hagkerfinu sem mun leiða af sér lægri krónu og verðbólgu. Samtök iðnaðarins tala um aflandskrónur eins og þær hafi engin slæm áhrif á hagkerfið. Þær hafa auðvitað slæm áhrif á hagkerfið því annars væri ekki bannað að koma með þær til landsins. Samtök iðnaðarins vilja að leyft sé að nota þær í langtíma fjárfestingar. Í raun skiptir ekki máli í hvað þær eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmætasköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu. Ef aflandskrónur hefðu ekki slæm áhrif þá væri best ef allar útflutningsatvinnugreinar fengju að nota þær því þá myndi hagur þeirra allra batna, eftirspurn og fjárfestingar myndu aukast og atvinnuleysi minnka. Ef allir fengju að nota aflandskrónur þá væri heldur enginn ójöfnuður á milli fjárfesta! Þetta væri frábær lausn úr kreppunni ef þetta væri því miður ekki hrein og tær peningaprentun og hækkar þar af leiðandi verðbólgu, erlendar skuldir og dregur úr lífskjörum! Það er ekki nóg með að aflandskrónurnar auka eftirspurn í hagkerfinu, heldur auka þær einnig eftirspurn eftir gjaldeyri! Ef Seðlabankinn freistast til að verja gengi krónunnar og kaupa krónur þá aukast erlendar skuldir og þar með verður skuldastaða Íslands verri án þess að nýjar gjaldeyristekjur hafi skapast. Það dregur augljóslega úr lífskjörum í landinu. Til þess að koma í veg fyrir þessar slæmu afleiðingar aflandskrónanna þá þyrfti Seðlabankinn að hækka vexti og draga þar með úr umframeftirspurn. Nettó áhrif aflandskrónanna fyrir hagkerfið yrðu því engar! Í raun yrðu þær verri en engar vegna þess að vextir yrðu hærri, eignir hafa færst frá almenningi til þeirra sem fengu að nota aflandskrónur og fyrirtæki sem ekki fá að njóta ávinnings af aflandskrónum verða að draga úr umsvifum sínum vegna hærri vaxta. Ekkert nýtt verður til verði aflandskrónum hleypt í landið eins og Samtök iðnaðarins sækjast eftir! Aflandskrónur skaða einungis hagkerfið og tefja fyrir langtíma atvinnuuppbyggingu og endurreisn landsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur mikið verið rætt um að hleypa aflandskrónum inn í landið til að koma peningum í vinnu. Ég gagnrýni þessa hugmyndir og tel þær annað hvort mistök eða hreinlega byggja á vanþekkingu á peningamálum. Að hleypa inn aflandskrónum er eins og að prenta peninga, þeir sem fá þá fyrstir græða en allur almenningur tapar! Auðvitað er Orri Hauksson ánægður með að vera í hópi þeirra sem græðir.... en viljið þið vera í hópi þeirra sem tapar enn einu sinni? Það eru tvær leiðir til að stjórna peningamagni í umferð, annað hvort að stýra því beint eða með vöxtum. Ef peningamagni er stýrt beint þá ræður markaðurinn vöxtunum en ef peningamagni er stýrt með vöxtum þá ræður markaðurinn peningamagni. Síðari aðferðin er notuð hér á landi eins og í flest öllum vestrænum ríkjum. Ef verðbólga er að aukast þá er dregið úr eftirspurn í hagkerfinu með því að hækka vexti og þar með draga saman peningamagn í umferð. Sé samdráttur í hagkerfinu og verðbólgan lág þá eru vextir lækkaðir til að auka peningamagn í umferð og eftirspurn. Það er ljóst að engar krónur eru „atvinnulausar" hagkerfi þar sem peningamagn er breytilegt. Breytilegt peningamagn sér til þess að peningamagn vex þegar tækifæri eru fyrir hendi og dregst saman þegar tækifærum fækkar. Þeir peningar sem ekki finna sér vinnu miðað við stýrivexti eða markaðsvexti, sem ráðast af verðbólgu og hagsveiflum, fara í Seðlabankann. Það er ljóst að peningamagn og eftirspurn hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef peningamagn er aukið þá lækkar gengi krónunnar en ef peningamagn er minnkað þá styrkist gengi krónunnar. Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu þá er ljóst að lægri vextir munu auka eftirspurn og peningamagn í hagkerfinu sem mun leiða af sér lægri krónu og verðbólgu. Samtök iðnaðarins tala um aflandskrónur eins og þær hafi engin slæm áhrif á hagkerfið. Þær hafa auðvitað slæm áhrif á hagkerfið því annars væri ekki bannað að koma með þær til landsins. Samtök iðnaðarins vilja að leyft sé að nota þær í langtíma fjárfestingar. Í raun skiptir ekki máli í hvað þær eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmætasköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu. Ef aflandskrónur hefðu ekki slæm áhrif þá væri best ef allar útflutningsatvinnugreinar fengju að nota þær því þá myndi hagur þeirra allra batna, eftirspurn og fjárfestingar myndu aukast og atvinnuleysi minnka. Ef allir fengju að nota aflandskrónur þá væri heldur enginn ójöfnuður á milli fjárfesta! Þetta væri frábær lausn úr kreppunni ef þetta væri því miður ekki hrein og tær peningaprentun og hækkar þar af leiðandi verðbólgu, erlendar skuldir og dregur úr lífskjörum! Það er ekki nóg með að aflandskrónurnar auka eftirspurn í hagkerfinu, heldur auka þær einnig eftirspurn eftir gjaldeyri! Ef Seðlabankinn freistast til að verja gengi krónunnar og kaupa krónur þá aukast erlendar skuldir og þar með verður skuldastaða Íslands verri án þess að nýjar gjaldeyristekjur hafi skapast. Það dregur augljóslega úr lífskjörum í landinu. Til þess að koma í veg fyrir þessar slæmu afleiðingar aflandskrónanna þá þyrfti Seðlabankinn að hækka vexti og draga þar með úr umframeftirspurn. Nettó áhrif aflandskrónanna fyrir hagkerfið yrðu því engar! Í raun yrðu þær verri en engar vegna þess að vextir yrðu hærri, eignir hafa færst frá almenningi til þeirra sem fengu að nota aflandskrónur og fyrirtæki sem ekki fá að njóta ávinnings af aflandskrónum verða að draga úr umsvifum sínum vegna hærri vaxta. Ekkert nýtt verður til verði aflandskrónum hleypt í landið eins og Samtök iðnaðarins sækjast eftir! Aflandskrónur skaða einungis hagkerfið og tefja fyrir langtíma atvinnuuppbyggingu og endurreisn landsins!
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun