Starfsendurhæfing eykur sjálfstraust og dregur úr einangrun 14. desember 2010 08:25 Félagsleg einangrun er ein af mögulegum afleiðingum atvinnuleysis Starfsendurhæfing dregur úr félagslegri einangrun, eykur sjálfstraust, hvetur fólk til náms og ætla má að með henni megi draga úr fátækt til lengri tíma litið. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun á áhrifum starfsendurhæfingar sem kynnt var í gær. Halldór Sigurður Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á áhrifum starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni þátttakenda.Félagsleg einangrun minnkar „Heildarniðurstaða rannsóknarinnar er að starfsendurhæfingin leiðir til þess að staða mikils meirihluta þátttakenda batnar, erfiðleikar minnka, færni og aðlögun styrkist, virkni eykst og þá helst í vinnu og námi," segir Halldór og bætir við að starfsendurhæfingin hafi áhrif á þætti sem eru hluti fátæktarhugtaksins og því dragi þjálfunin marktækt úr afstæðri fátækt. Því megi ætla að með því að draga úr helstu áhrifavöldum fátæktar, svo sem lítilli menntun og félagslegri einangrun og með því að efla almenna virkni, sé til lengri tíma hægt að draga úr fátæktinni sjálfri. Þetta kemur fram á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Starfsendurhæfingu Norðurlands og styrkt af Virk-starfsendurhæfingasjóði, Háskóla Íslands og Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun. „Niðurstöðurnar skýra og auka skilning á áhrifaþáttum og árangri starfsendurhæfingar og geta orðið til endurmats á einstökum þáttum starfsendurhæfingar. Þá munu þær nýtast SN jafnt sem stjórnvöldum og öðrum stofnunum á sviði starfsendurhæfingar hér á landi."Telja starfsendurhæfingu skila miklum árangri „Flestir þátttakendur töldu fræðsluna koma að mestu gangi og aðrir þættir voru heilsueflingin, námskeiðin og sálfræðiaðstoðin. Þá töldu 85% þátttakenda að aukið sjálfstraust væri einn helsti ávinningur endurhæfingarinnar og að hún hefði stuðlað að námi, bættri heilsu, aukinni þátttöku í félagslífi, auknu sjálfstæði og almennt auknum lífsgæðum. Sé litið til stöðu við útskrift kemur í ljós að rösklega helmingur þátttakenda, tæp 54%, munu fara í áframhaldandi nám eða þjálfun. Tæp 20% fara í fullt starf og um 5% í hlutastarf. Um 15% tilgreina „annað" og þar kemur helst fram að viðkomandi sé í atvinnuleit ásamt því að vera í áframhaldandi námi og þjálfun. Því má segja að staða 94% þátttakenda við útskrift sé sú að annað hvort sé framundan áframhaldandi nám og/eða atvinna."Tenglar:Vefur félags- og tryggingamálaráðuneytisins.Starfsendurhæfingarsjóður Tengdar fréttir Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. 3. nóvember 2010 12:52 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Starfsendurhæfing dregur úr félagslegri einangrun, eykur sjálfstraust, hvetur fólk til náms og ætla má að með henni megi draga úr fátækt til lengri tíma litið. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun á áhrifum starfsendurhæfingar sem kynnt var í gær. Halldór Sigurður Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á áhrifum starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni þátttakenda.Félagsleg einangrun minnkar „Heildarniðurstaða rannsóknarinnar er að starfsendurhæfingin leiðir til þess að staða mikils meirihluta þátttakenda batnar, erfiðleikar minnka, færni og aðlögun styrkist, virkni eykst og þá helst í vinnu og námi," segir Halldór og bætir við að starfsendurhæfingin hafi áhrif á þætti sem eru hluti fátæktarhugtaksins og því dragi þjálfunin marktækt úr afstæðri fátækt. Því megi ætla að með því að draga úr helstu áhrifavöldum fátæktar, svo sem lítilli menntun og félagslegri einangrun og með því að efla almenna virkni, sé til lengri tíma hægt að draga úr fátæktinni sjálfri. Þetta kemur fram á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Starfsendurhæfingu Norðurlands og styrkt af Virk-starfsendurhæfingasjóði, Háskóla Íslands og Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun. „Niðurstöðurnar skýra og auka skilning á áhrifaþáttum og árangri starfsendurhæfingar og geta orðið til endurmats á einstökum þáttum starfsendurhæfingar. Þá munu þær nýtast SN jafnt sem stjórnvöldum og öðrum stofnunum á sviði starfsendurhæfingar hér á landi."Telja starfsendurhæfingu skila miklum árangri „Flestir þátttakendur töldu fræðsluna koma að mestu gangi og aðrir þættir voru heilsueflingin, námskeiðin og sálfræðiaðstoðin. Þá töldu 85% þátttakenda að aukið sjálfstraust væri einn helsti ávinningur endurhæfingarinnar og að hún hefði stuðlað að námi, bættri heilsu, aukinni þátttöku í félagslífi, auknu sjálfstæði og almennt auknum lífsgæðum. Sé litið til stöðu við útskrift kemur í ljós að rösklega helmingur þátttakenda, tæp 54%, munu fara í áframhaldandi nám eða þjálfun. Tæp 20% fara í fullt starf og um 5% í hlutastarf. Um 15% tilgreina „annað" og þar kemur helst fram að viðkomandi sé í atvinnuleit ásamt því að vera í áframhaldandi námi og þjálfun. Því má segja að staða 94% þátttakenda við útskrift sé sú að annað hvort sé framundan áframhaldandi nám og/eða atvinna."Tenglar:Vefur félags- og tryggingamálaráðuneytisins.Starfsendurhæfingarsjóður
Tengdar fréttir Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. 3. nóvember 2010 12:52 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. 3. nóvember 2010 12:52