Hvað er það sem seðlabankinn gerði rangt? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. apríl 2010 19:28 Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira