Erlent

Hillary lofar Mexíkönum aðstoð

MYND/AFP

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú stödd í Mexíkó þar sem hún ræðir við þarlend stjórnvöld um hvernig hægt sé að berjast við eiturlyfjahringina sem þar virðast ráða lögum og lofum.

Á blaðamannafundi í gær sagðist Clinton hafa lofað Mexíkóum auknum stuðningi í baráttunni og undirstrikaði að Bandaríkjamenn ættu mikilla hagsmuna að gæta enda eru eiturlyfin sem streyma um Mexíkó á leið á Bandaríkjamarkað. Fyrir tíu dögum síðan voru þrjár manneskjur sem tengdust bandarískri ræðismannsskrifstofu í Mexíkó myrtar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×