Skjálfandi á beinunum vegna stjórnlagaþings Hjörtur Hjartarson skrifar 26. nóvember 2010 15:13 Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun