Snorri: Einn besti leikur íslenska landsliðsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar 23. janúar 2010 22:10 Mynd/DIENER/Leena Manhart Snorri Steinn Guðjónsson sagði að íslensku landsliðsmennirnir hefðu lært mikið af leiknum við Austurríki fyrr í vikunni. Það skilaði sér í frábærum fimm marka sigri á Dönum, 27-22, í Linz í kvöld. „Við erum gríðarlega ánægðir. Loksins kom það,“ sagði Snorri, kampakátur eftir leikinn. „Þetta voru gríðarleg áföll sem við urðum fyrir í tveimur leikjum í röð og ekki sú byrjun sem við óskuðum okkur fyrir mót.“ „En við náðum að koma til baka og það sýnir hvað liðið getur. Við erum líka ekki að vinna hvaða lið sem er - þetta eru Danir. Menn voru að hrauna yfir varnarleikinn eftir leikinn gegn Austurríki og Diddi, Sverre og þessir gaurar sýndu bara úr hverju þeir eru gerðir.“ „Við vorum gríðarlega vel undirbúnir í kvöld og gengum í allar þeirra aðgerðir. Við ætluðum auðvitað að gera það líka á móti Austurríki en það gekk ekki. Við sýndum mikinn karakter og það er góður árangur að fara með þrjú stig með okkur í milliriðlakeppnina.“ En sóknarleikurinn var heldur ekki slakur í kvöld enda danska vörnin ein sú öflugasta í heimi. „Danska vörnin er frábær en Aron kom mjög öflugur inn og þrumaði mikið á markið. við vorum líka að finna Robba vel og sóknarleikurinn var almennt mjög fínn. Ef við höldum svo varnarleiknum góðum og fáum okkar hraðaupphlaup þá erum við bara á grænni grein.“ „Við sýndum í dag hvernig á að gera hlutina. Ef við höldum þessum gæðum á leik liðsins þá vitum við hvar það getur endað.“ „Þetta var með betri leikjum sem íslenska landsliðið hefur spilað. Það vill vera þannig þegar allt fer í þrot þá kviknar í liðinu. Ég veit ekki af hverju en Austurríkisleikurinn kenndi okkur sitthvað. Það sást best á því að við spiluðum gríðarlega vel síðustu tíu mínúturnar þó svo að við værum nokkrum mörkum yfir í leiknum.“ Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson sagði að íslensku landsliðsmennirnir hefðu lært mikið af leiknum við Austurríki fyrr í vikunni. Það skilaði sér í frábærum fimm marka sigri á Dönum, 27-22, í Linz í kvöld. „Við erum gríðarlega ánægðir. Loksins kom það,“ sagði Snorri, kampakátur eftir leikinn. „Þetta voru gríðarleg áföll sem við urðum fyrir í tveimur leikjum í röð og ekki sú byrjun sem við óskuðum okkur fyrir mót.“ „En við náðum að koma til baka og það sýnir hvað liðið getur. Við erum líka ekki að vinna hvaða lið sem er - þetta eru Danir. Menn voru að hrauna yfir varnarleikinn eftir leikinn gegn Austurríki og Diddi, Sverre og þessir gaurar sýndu bara úr hverju þeir eru gerðir.“ „Við vorum gríðarlega vel undirbúnir í kvöld og gengum í allar þeirra aðgerðir. Við ætluðum auðvitað að gera það líka á móti Austurríki en það gekk ekki. Við sýndum mikinn karakter og það er góður árangur að fara með þrjú stig með okkur í milliriðlakeppnina.“ En sóknarleikurinn var heldur ekki slakur í kvöld enda danska vörnin ein sú öflugasta í heimi. „Danska vörnin er frábær en Aron kom mjög öflugur inn og þrumaði mikið á markið. við vorum líka að finna Robba vel og sóknarleikurinn var almennt mjög fínn. Ef við höldum svo varnarleiknum góðum og fáum okkar hraðaupphlaup þá erum við bara á grænni grein.“ „Við sýndum í dag hvernig á að gera hlutina. Ef við höldum þessum gæðum á leik liðsins þá vitum við hvar það getur endað.“ „Þetta var með betri leikjum sem íslenska landsliðið hefur spilað. Það vill vera þannig þegar allt fer í þrot þá kviknar í liðinu. Ég veit ekki af hverju en Austurríkisleikurinn kenndi okkur sitthvað. Það sást best á því að við spiluðum gríðarlega vel síðustu tíu mínúturnar þó svo að við værum nokkrum mörkum yfir í leiknum.“
Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti