Schumacher rólegur þrátt fyrir erfiða byrjun 6. maí 2010 18:00 Michael Schumacher brosir þrátt fyrir mótlætið. Hann telur að rætast muni úr málum. mynd: Getty Images Michael Schumacher er ekkert að stressa sig á umræðunni um að hann hafi ekki náð tilætluðum árangri í Formúlu 1. Hann keppir á Spáni um helgina. "Ef við skoðum hvað hefur gengið á, þá getum við sagt að í Kína hafi ég ekki gert góða hluti. En ég er bjartsýnn á að hlutirnir fari að ganga og er tiltölulega sfslappaður með stöðuna", sagði Schumacher sem hefur keppt í fjórum mótum til þessa. Í tveimur lenti hann í vandræðum með bílinn, ekið var á hann og svo bilaði afturfjöðrun. Vefsetur Autosport hafði ummæli hans eftir honum. "Ég veit að bíllinn hentar mér ekki eins og er og ég bjóst ekki við að mæta og leggja alla að velli. Þetta tekur tíma og gengur bara vel. Ég þarf að finna leið til að læra á bílinn, rétt eins og í gamla daga. Ég bjóst aldrei við að byrja eins og ég endaði með Ferrari. Jafnvel þegar mér gekk sem best með Ferrari, þá komu tímar þar sem hlutirnir gengu ekki upp og ég svipaða gagnrýni." Ýmsir aðilar, blaðamenn og gamlir keppnismenn hafa rætt að Schumacher hafi ekki staðið sig sem skyldi, en margir toppökumenn á ráslínunni búast við honum sterkum fyrr eða síðar á árinu. Robert Kubica sagði þó í dag að hann hefði búist við meira af Schumacher og sama mætti segja um einhverja fleiri ökumenn. Schumacher fær endurbættan bíl í hendurnar fyrir mótið í Barcelona, sem ætti að auka hraða Mercedes bílsins, en önnur lið mæta líka með endurbætta bíla. Bíll Schumachers og Nico Rosberg verður m.a. með lengra hjólhaf en áður og breytta yfirbyggingu. Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Michael Schumacher er ekkert að stressa sig á umræðunni um að hann hafi ekki náð tilætluðum árangri í Formúlu 1. Hann keppir á Spáni um helgina. "Ef við skoðum hvað hefur gengið á, þá getum við sagt að í Kína hafi ég ekki gert góða hluti. En ég er bjartsýnn á að hlutirnir fari að ganga og er tiltölulega sfslappaður með stöðuna", sagði Schumacher sem hefur keppt í fjórum mótum til þessa. Í tveimur lenti hann í vandræðum með bílinn, ekið var á hann og svo bilaði afturfjöðrun. Vefsetur Autosport hafði ummæli hans eftir honum. "Ég veit að bíllinn hentar mér ekki eins og er og ég bjóst ekki við að mæta og leggja alla að velli. Þetta tekur tíma og gengur bara vel. Ég þarf að finna leið til að læra á bílinn, rétt eins og í gamla daga. Ég bjóst aldrei við að byrja eins og ég endaði með Ferrari. Jafnvel þegar mér gekk sem best með Ferrari, þá komu tímar þar sem hlutirnir gengu ekki upp og ég svipaða gagnrýni." Ýmsir aðilar, blaðamenn og gamlir keppnismenn hafa rætt að Schumacher hafi ekki staðið sig sem skyldi, en margir toppökumenn á ráslínunni búast við honum sterkum fyrr eða síðar á árinu. Robert Kubica sagði þó í dag að hann hefði búist við meira af Schumacher og sama mætti segja um einhverja fleiri ökumenn. Schumacher fær endurbættan bíl í hendurnar fyrir mótið í Barcelona, sem ætti að auka hraða Mercedes bílsins, en önnur lið mæta líka með endurbætta bíla. Bíll Schumachers og Nico Rosberg verður m.a. með lengra hjólhaf en áður og breytta yfirbyggingu.
Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira