Lífið

Mundi og Jói hanna Airwaves-bolina í ár

Jóhannes Kjartansson og Mundi hanna saman Airwaves-boli þessa árs.
Jóhannes Kjartansson og Mundi hanna saman Airwaves-boli þessa árs.
Fatahönnuðurinn Mundi og ljósmyndarinn Jói Kjartans hanna saman sérstaka stuttermaboli fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina.

Bolirnir eru fáanlegir í fjórum mismunandi útgáfum og eru myndirnar sem prýða bolina allar teknar af Jóa. „Bolirnir eru svart/hvítir og skemmtilegir að því leyti að þegar þú klæðist þeim þá er eins og þú sért manneskjan á myndinni, höfuðið á þér kemur upp úr hálsmáli manneskjunnar á myndinni,“ útskýrir Jói. Myndirnar sem prýða bolina voru allar teknar á Airwaves í fyrra og er ein af gítarleikara, önnur af saxófónleikara, þriðja af ljósmyndara og sú fjórða af trommara.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jói kemur að hönnun Airwaves-bolanna því myndir eftir hann prýddu einnig bolina í fyrra. „Það var mynd af Munda á einum bol í fyrra þannig að það er svolítið skemmtileg tilviljun.“ Jói hefur verið duglegur við að mynda skemmtanaglaða borgarbúa undanfarin ár og hyggst halda uppteknum hætti yfir hátíðina. „Það væri ekki leiðinlegt að geta tekið nokkrar myndir af fólki sem klæðist þessum bolum – kannski það verði hægt að nota þá mynd á boli næsta árs.“ - sm
Flottir bolir Airwaves-bolirnir eru fáanlegir í fjórum mismunandi útgáfum. fréttablaðið/anton





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.