Orkufyrirtæki á tímamótum Hörður Arnarson skrifar 11. nóvember 2010 06:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi orkugeirans á undanförnum misserum, bæði hérlendis og erlendis. Stöðug hækkun raforkuverðs í Evrópu, tækniþróun, aukin eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og takmarkað framboð af orkulindum hérlendis eru breytingar og tækifæri sem orkufyrirtæki þurfa að bregðast við. Breytingar þessar hafa mikil áhrif á starfsemi Landsvirkjunar. Umfangsmikil umræða og stefnumótun hefur átt sér stað innan fyrirtækisins um hvernig bregðast eigi við nýjum aðstæðum. Í ljósi nýrra aðstæðna teljum við hjá Landsvirkjun það vera hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun leggur mikla áherslu á að nýta orkulindir með sjálfbærum hætti, með tilliti til áhrifa á efnahag, samfélag og umhverfi. Viðkvæm jarðhitasvæði er nauðsynlegt að byggja upp í þrepum og gefa tíma til þess að bregðast við nýtingu. Við viljum efla samráð og samstarf við hagsmunaaðila á svæðum þar sem uppbygging er fyrirhuguð og tryggja sem besta sátt um ný verkefni. Landsvirkjun tekur einnig þátt í alþjóðlegri innleiðingu sjálfbærnistaðals Alþjóðavatnsorkusamtakanna (IHA), en staðallinn er unninn í samstarfi breiðs hóps hagsmunaaðila, meðal annars umhverfissamtakanna Oxfam og World Wildlife Fund. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og náttúruverndaráætlun gegna lykilhlutverki hvað framtíðaruppbyggingu varðar. Ákvarðanir um hvað eigi að vernda og hvað eigi að nýta eru í hendi stjórnvalda. Næstu verkefni Landsvirkjunar eru Búðarhálsvirkjun og jarðhitasvæði Þeistareykja, Kröflu og Bjarnarflags á Norðausturlandi. Rannsóknir gefa til kynna að jarðhitasvæðin á Norðausturlandi bjóði upp á mikla möguleika. Vitað er með fullvissu um 100 MW en rannsóknir benda til allt að 400 MW orkugetu svæðanna samanlagt. Eftir umfangsmikið uppbyggingartímabil í sögu Landsvirkjunar hefur fyrirtækið góðan grunn til að byggja á og leitast verður við að ná aukinni hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins. Hagkvæmni verður tryggð með öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi, þar sem bestu kostir eru hafðir að leiðarljósi. Allt útlit er fyrir að Landsvirkjun muni á næstu árum ráðast í smærri verkefni en verið hefur, bæta nýtingu núverandi kerfis, bæði með aukinni sölu úr kerfinu og einnig með fjárfestingum í tækjabúnaði núverandi aflstöðva, og kanna nýja orkugjafa. Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki við uppbyggingu þekkingar hér á landi. Fyrirtækið hyggst áfram tryggja uppbyggingu og dreifingu þekkingar sem nýtist á sem víðtækastan hátt í afleiddum atvinnugreinum. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar er traust. Þrátt fyrir mikla skuldsetningu er sjóðstreymi gott og rekstrarkostnaður lítill. Fjárfestingar hafa einnig verið umfangsmiklar undanfarna áratugi og eru tekjur sem hlutfall af eignum því talsvert lágar. Handbært fé frá rekstri Landsvirkjunar var á síðasta ári 197 milljónir Bandaríkjadala. Miðað við önnur norræn orkufyrirtæki í ríkiseigu er Landsvirkjun skuldsettara fyrirtæki og með slakari lánshæfiseinkunn. Það er markmið Landsvirkjunar að auka verðmætasköpun fyrirtækisins verulega á allra næstu árum. Á alþjóðamörkuðum hefur verð á raforku hækkað umtalsvert á undanförnum árum. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun. Landsvirkjun vill tengjast þróun á erlendum raforkumörkuðum þrátt fyrir að verð á Íslandi verði áfram umtalsvert lægra. Með öflugu markaðsstarfi vonast Landsvirkjun til að geta fjölgað viðskiptavinum, gert fleiri samninga við fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Landsvirkjun hyggst bjóða nýjum viðskiptavinum samkeppnishæfa samninga og stöðugt starfsumhverfi. Verði þróun raforkuverðs á erlendum mörkuðum í samræmi við spár og takist að tengja verð á raforku hérlendis í auknum mæli við raforkuverð í Evrópu getur það falið í sér gríðarlegan ávinning fyrir íslenskt samfélag. Mikil umframarðsemi getur myndast í raforkukerfinu. Það er markmið Landsvirkjunar að hámarka það sem er til skiptanna fyrir íslenska hagsmunaaðila. Miðað við forsendur Landsvirkjunar er til mikils að vinna og Landsvirkjun gæti eftir nokkur ár staðið í sömu sporum og orkufyrirtækin á hinum Norðurlöndunum, að geta greitt þjóð sinni verulegan arð árlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi orkugeirans á undanförnum misserum, bæði hérlendis og erlendis. Stöðug hækkun raforkuverðs í Evrópu, tækniþróun, aukin eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og takmarkað framboð af orkulindum hérlendis eru breytingar og tækifæri sem orkufyrirtæki þurfa að bregðast við. Breytingar þessar hafa mikil áhrif á starfsemi Landsvirkjunar. Umfangsmikil umræða og stefnumótun hefur átt sér stað innan fyrirtækisins um hvernig bregðast eigi við nýjum aðstæðum. Í ljósi nýrra aðstæðna teljum við hjá Landsvirkjun það vera hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun leggur mikla áherslu á að nýta orkulindir með sjálfbærum hætti, með tilliti til áhrifa á efnahag, samfélag og umhverfi. Viðkvæm jarðhitasvæði er nauðsynlegt að byggja upp í þrepum og gefa tíma til þess að bregðast við nýtingu. Við viljum efla samráð og samstarf við hagsmunaaðila á svæðum þar sem uppbygging er fyrirhuguð og tryggja sem besta sátt um ný verkefni. Landsvirkjun tekur einnig þátt í alþjóðlegri innleiðingu sjálfbærnistaðals Alþjóðavatnsorkusamtakanna (IHA), en staðallinn er unninn í samstarfi breiðs hóps hagsmunaaðila, meðal annars umhverfissamtakanna Oxfam og World Wildlife Fund. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og náttúruverndaráætlun gegna lykilhlutverki hvað framtíðaruppbyggingu varðar. Ákvarðanir um hvað eigi að vernda og hvað eigi að nýta eru í hendi stjórnvalda. Næstu verkefni Landsvirkjunar eru Búðarhálsvirkjun og jarðhitasvæði Þeistareykja, Kröflu og Bjarnarflags á Norðausturlandi. Rannsóknir gefa til kynna að jarðhitasvæðin á Norðausturlandi bjóði upp á mikla möguleika. Vitað er með fullvissu um 100 MW en rannsóknir benda til allt að 400 MW orkugetu svæðanna samanlagt. Eftir umfangsmikið uppbyggingartímabil í sögu Landsvirkjunar hefur fyrirtækið góðan grunn til að byggja á og leitast verður við að ná aukinni hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins. Hagkvæmni verður tryggð með öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi, þar sem bestu kostir eru hafðir að leiðarljósi. Allt útlit er fyrir að Landsvirkjun muni á næstu árum ráðast í smærri verkefni en verið hefur, bæta nýtingu núverandi kerfis, bæði með aukinni sölu úr kerfinu og einnig með fjárfestingum í tækjabúnaði núverandi aflstöðva, og kanna nýja orkugjafa. Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki við uppbyggingu þekkingar hér á landi. Fyrirtækið hyggst áfram tryggja uppbyggingu og dreifingu þekkingar sem nýtist á sem víðtækastan hátt í afleiddum atvinnugreinum. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar er traust. Þrátt fyrir mikla skuldsetningu er sjóðstreymi gott og rekstrarkostnaður lítill. Fjárfestingar hafa einnig verið umfangsmiklar undanfarna áratugi og eru tekjur sem hlutfall af eignum því talsvert lágar. Handbært fé frá rekstri Landsvirkjunar var á síðasta ári 197 milljónir Bandaríkjadala. Miðað við önnur norræn orkufyrirtæki í ríkiseigu er Landsvirkjun skuldsettara fyrirtæki og með slakari lánshæfiseinkunn. Það er markmið Landsvirkjunar að auka verðmætasköpun fyrirtækisins verulega á allra næstu árum. Á alþjóðamörkuðum hefur verð á raforku hækkað umtalsvert á undanförnum árum. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun. Landsvirkjun vill tengjast þróun á erlendum raforkumörkuðum þrátt fyrir að verð á Íslandi verði áfram umtalsvert lægra. Með öflugu markaðsstarfi vonast Landsvirkjun til að geta fjölgað viðskiptavinum, gert fleiri samninga við fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Landsvirkjun hyggst bjóða nýjum viðskiptavinum samkeppnishæfa samninga og stöðugt starfsumhverfi. Verði þróun raforkuverðs á erlendum mörkuðum í samræmi við spár og takist að tengja verð á raforku hérlendis í auknum mæli við raforkuverð í Evrópu getur það falið í sér gríðarlegan ávinning fyrir íslenskt samfélag. Mikil umframarðsemi getur myndast í raforkukerfinu. Það er markmið Landsvirkjunar að hámarka það sem er til skiptanna fyrir íslenska hagsmunaaðila. Miðað við forsendur Landsvirkjunar er til mikils að vinna og Landsvirkjun gæti eftir nokkur ár staðið í sömu sporum og orkufyrirtækin á hinum Norðurlöndunum, að geta greitt þjóð sinni verulegan arð árlega.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar