Erlent

Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu

Óli Tynes skrifar

Þverpólitísk þingnefnd í Belgíu samþykkti einróma í dag að banna blæjur og annan klæðnað sem algerlega hylur andlit manna.

Belgía verður því að öllum líkindum fyrsta landið í Evrópu sem lögfestir slíkt bann. Þingið á að vísu eftir að greiða atkvæði um málið undir lok apríl, en talið er nokkuð víst að niðurstaðan verði sú sama.

Einn nefndarmanna sagði í samtali við AP fréttastofuna að ekki væri hægt að veita einhverjum rétt til þess að horfa á aðra án þess að hægt væri að horfa á þá á móti.

Klæðnaður sem hylji andlit sé ekki í samræmi við opið, frjálslynt og umburðarlynt þjóðfélag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×