Innlent

Færri vistrými fyrir aldraða

Mynd/GVA
Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra árið 2009 en í desember það ár voru vistrými alls 3.369, þar af voru hjúkrunarrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum alls 2.315 eða 68,7% vistrýma.

Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en á á milli áranna 2008 og 2009 fækkar rýmum á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum um 91. Dvalarrýmum fækkar um 46, fjöldi hjúkrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilum stendur í stað, en rýmum á heilbrigðisstofnunum fækkar um 45 á sama tíma.

Árið 2009 voru rúm 54% vistrýma á höfuðborgarsvæðinu, en tæp 46% annarsstaðar. Alls bjuggu 3.191 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2009, þar af voru konur tæp 64%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×