Innlent

Áttu hey?

Öskufallið hefur orðið til þess að heyskortur verður í sveitunum undir Eyjafjöllum.
Öskufallið hefur orðið til þess að heyskortur verður í sveitunum undir Eyjafjöllum.

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur skapast óvissa um fóðuröflun á öskufallssvæðinu í sumar. Fyrirsjáanlegt er að talsvert viðbótarhey þarf inn á svæðið og því er nauðsynlegt að tryggja nægar heybirgðir fyrir haustið samkvæmt heimasíðu naut.is.

Sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa falið Bændasamtökum Íslands og Búnaðarsambandi Suðurlands að afla upplýsinga um þá bændur sem eru viljugir til þess að selja gæðahey inn á áhrifasvæði eldgossins.

Um er að ræða fyrningar sem unnt er að flytja með skömmum fyrirvara og nýtt hey sem verður til ráðstöfunar seinni hluta sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×