Fótbolti

Maradona: Valdano er helsti andstæðingur Argentínu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Nordic photos/AFP

Goðsögnin Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, liggur sjaldan á skoðunum sínum en nú beinir hann spjótum sínum gegn landa sínum Jorge Valdano, íþróttatjóra Real Madrid.

Maradona ásakar fyrrum liðsfélaga sinn hjá argentínska landsliðinu að gera ekki nóg til að hjálpa argentínskum leikmönnum Real Madrid að fá meiri spiltíma.

„Valdano er helsti andstæðingur Argentínu eins og staðan er núna því gerir ekki nóg til þess að hjálpa Argentínumönnunum hjá Real Madrid. Það er í raun viðurstyggilegt hvernig hann kemur fram við landa sína. Ég veit að knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini ræður ýmsu en ég veit að Valdano er ekki að gera jafn mikið og hann gæti til þess að hjálpa Argentínu," segir Maradona og er þar að tala máli Gonzalo Higuain, Fernando Gago og Ezequiel Garay.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×