Lífið

Bret sigrar Apprentice - Ekki fá þér drykk!

Rokkarinn mætti að sjálfsögðu með einkennistákn sín, klút um hausinn og kúrekahatt.
Rokkarinn mætti að sjálfsögðu með einkennistákn sín, klút um hausinn og kúrekahatt.

Rokkarinn Bret Michaels sigraði í gær í bandaríska sjónvarpsþættinum Celebrity Apprentice. Michaels fékk heilablóðfall fyrir nokkrum vikum og lá rúmfastur á spítala í kjölfarið. Hann var nýkominn á ról þegar hann fékk síðan minniháttar hjartaáfall í síðustu viku og í ljós kom að hann er einnig með holu í hjartanu.

Þrátt fyrir þetta mætti hann galvaskur í lokaþátt Apprentice, sem var sýndur í beinni útsendingu. Þar veitti Donald Trump, aðalstjórnandi þáttarins, honum verðlaunin. Leikkonan Holly Robinson lenti í öðru sæti.

„Mig langar svo þvílíkt að fá mér drykk og skemmta mér núna en ég er búin að fá svona átta sms þar sem er sagt: Ekki fá þér drykk!" sagði Michaels í viðtali eftir þáttinn.

Bret Michaels er söngvari hljómsveitarinnar Poison, sem átti mestum vinsældum að fagna í kringum 1990. Meðal stærstu smella sveitarinnar eru Unskinny Bop og Every Rose Has Its Thorn.

Hér er myndband af því þegar Trump tilkynnir úrslitin og viðtal við Michaels.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.