Innlent

Varaformaður fjárlaganefndar furðar sig á ákvörðun forsetans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, furðar sig á þeirri ákvörðun forseta Íslands að taka sér umhugsunarfrest áður en hann staðfestir Icesave lögin.

„Forsetinn segist þurfa að hugsa málið betur sem er dálítið sérstakt þar sem hann hefur haft málið í eyrum og fyrir augum a.m.k. jafnlengi og þingmenn sem hafa myndað sér skoðun á því og samþykkt það á Alþingi," segir Björn Valur, sem er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, á vefsíðu sinni.

Þá furðar Björn Valur sig á því að forsetinn hafi boðað InDefence hópinn til fundar við sig áður en hann tæki afstöðu til málsins. Björn Valur spyr hvað forsetinn ætli að gera varðandi aðra hópa sem hafi látið sig málið varða, svo sem Alþýðusamband Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×