Innlent

Kosið um Icesave á vefsíðu Guardian

Á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian er nú hægt að greiða atkvæði í Icesave málinu. Blaðið spyr hvort neyða eigi Íslendinga til þess að borga Icesave-skuldirnar. Boðið er upp á tvo valkosti:

„Nei, þetta er lítið land, gefið þeim séns."

„Já, skuld er skuld."

Það er skemmst frá því að segja að Íslendingar virðast eiga sér hauka í horni á Bretlandseyjum því 84 prósent þeirra sem hafa tekið þátt eru á því að ekki eigi að þröngva Íslendingum til þess að borga. Þess ber þó að geta að allir lesendur síðunnar, þar með taldir Íslendingar, geta tekið þátt í könnuninni og því væri án efa fróðlegt að fá að vita hve stór hluti þeirra sem þegar hafa kosið sé staðsettur á Íslandi. Ekki kemur heldur fram hve margir hafa tekið þátt.

Hér má sjá könnunina og kjósa, ef út í það er farið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×