Tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk 8. mars 2010 06:00 Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um heilbrigðisþjónustu Fyrirtækið Iceland Healthcare tilkynnti á dögunum um umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar á að opna sjúkrahús með þremur skurðstofum og 35 legurýmum þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga. Forsvarsmenn Iceland Healthcare leggja áherslu á að um gjaldeyrisskapandi verkefni sé að ræða, að kostnaðurinn verði greiddur af þeim sem þjónustunnar njóta. Íslensk stjórnvöld munu ekki leggja fé í þetta verkefni úr ríkissjóði.. Þetta verkefni mun því ekki raska því jafna aðgengi Íslendinga að heilbrigðisþjónustu sem landsmenn hafa reynt að verja. Í núverandi efnahagslægð er mikilvægt að efla atvinnulífið, örva nýsköpun og skapa ný atvinnutækifæri. Íslendingar eru fámenn þjóð og til að geta áfram veitt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða þarf að huga að tækifærum til að efla heilbrigðiskerfið og fjölga verkefnum. Þannig má halda uppi fjölbreyttri sérhæfingu og koma í veg fyrir að sérþekking tapist úr landi. Hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn leita í auknum mæli til annarra landa eftir atvinnu og er það áhyggjuefni. Hér á landi verður næstu tvö til þrjú árin að minnsta kosti, gengið harkalega fram í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Skurðstofum verður lokað, leguplássumfækkað og sérhæfðum heilbrigðisstarfsmönnum sagt upp. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir tíu árum og tilflutningur verkefna til Landspítala hefur leitt til þess að þorri hjúkrunarfræðinga og annarra sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna eru starfandi á þeirri stofnun einni. Þótt Landspítali sé góður vinnustaður og starfsánægja þar mikil, er ekki heppilegt að hann verði eini vinnustaður sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna. Samkeppni um hæft starfsfólk er jafn nauðsynleg í heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu. Slík samkeppni veitir stjórnendum aðhald og starfsmönnum tækifæri til þróunar í starfi, sem alla jafna leiðir til betri þjónustu. Þau tækifæri sem munu skapast fyrir heilbrigðisstarfsmenn með hinu nýja aðgerðasjúkrahúsi í Reykjanesbæ eru kærkomin á tímum niðurskurðar og uppsagna. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um heilbrigðisþjónustu Fyrirtækið Iceland Healthcare tilkynnti á dögunum um umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar á að opna sjúkrahús með þremur skurðstofum og 35 legurýmum þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga. Forsvarsmenn Iceland Healthcare leggja áherslu á að um gjaldeyrisskapandi verkefni sé að ræða, að kostnaðurinn verði greiddur af þeim sem þjónustunnar njóta. Íslensk stjórnvöld munu ekki leggja fé í þetta verkefni úr ríkissjóði.. Þetta verkefni mun því ekki raska því jafna aðgengi Íslendinga að heilbrigðisþjónustu sem landsmenn hafa reynt að verja. Í núverandi efnahagslægð er mikilvægt að efla atvinnulífið, örva nýsköpun og skapa ný atvinnutækifæri. Íslendingar eru fámenn þjóð og til að geta áfram veitt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða þarf að huga að tækifærum til að efla heilbrigðiskerfið og fjölga verkefnum. Þannig má halda uppi fjölbreyttri sérhæfingu og koma í veg fyrir að sérþekking tapist úr landi. Hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn leita í auknum mæli til annarra landa eftir atvinnu og er það áhyggjuefni. Hér á landi verður næstu tvö til þrjú árin að minnsta kosti, gengið harkalega fram í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Skurðstofum verður lokað, leguplássumfækkað og sérhæfðum heilbrigðisstarfsmönnum sagt upp. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir tíu árum og tilflutningur verkefna til Landspítala hefur leitt til þess að þorri hjúkrunarfræðinga og annarra sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna eru starfandi á þeirri stofnun einni. Þótt Landspítali sé góður vinnustaður og starfsánægja þar mikil, er ekki heppilegt að hann verði eini vinnustaður sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna. Samkeppni um hæft starfsfólk er jafn nauðsynleg í heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu. Slík samkeppni veitir stjórnendum aðhald og starfsmönnum tækifæri til þróunar í starfi, sem alla jafna leiðir til betri þjónustu. Þau tækifæri sem munu skapast fyrir heilbrigðisstarfsmenn með hinu nýja aðgerðasjúkrahúsi í Reykjanesbæ eru kærkomin á tímum niðurskurðar og uppsagna. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun