Tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk 8. mars 2010 06:00 Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um heilbrigðisþjónustu Fyrirtækið Iceland Healthcare tilkynnti á dögunum um umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar á að opna sjúkrahús með þremur skurðstofum og 35 legurýmum þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga. Forsvarsmenn Iceland Healthcare leggja áherslu á að um gjaldeyrisskapandi verkefni sé að ræða, að kostnaðurinn verði greiddur af þeim sem þjónustunnar njóta. Íslensk stjórnvöld munu ekki leggja fé í þetta verkefni úr ríkissjóði.. Þetta verkefni mun því ekki raska því jafna aðgengi Íslendinga að heilbrigðisþjónustu sem landsmenn hafa reynt að verja. Í núverandi efnahagslægð er mikilvægt að efla atvinnulífið, örva nýsköpun og skapa ný atvinnutækifæri. Íslendingar eru fámenn þjóð og til að geta áfram veitt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða þarf að huga að tækifærum til að efla heilbrigðiskerfið og fjölga verkefnum. Þannig má halda uppi fjölbreyttri sérhæfingu og koma í veg fyrir að sérþekking tapist úr landi. Hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn leita í auknum mæli til annarra landa eftir atvinnu og er það áhyggjuefni. Hér á landi verður næstu tvö til þrjú árin að minnsta kosti, gengið harkalega fram í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Skurðstofum verður lokað, leguplássumfækkað og sérhæfðum heilbrigðisstarfsmönnum sagt upp. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir tíu árum og tilflutningur verkefna til Landspítala hefur leitt til þess að þorri hjúkrunarfræðinga og annarra sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna eru starfandi á þeirri stofnun einni. Þótt Landspítali sé góður vinnustaður og starfsánægja þar mikil, er ekki heppilegt að hann verði eini vinnustaður sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna. Samkeppni um hæft starfsfólk er jafn nauðsynleg í heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu. Slík samkeppni veitir stjórnendum aðhald og starfsmönnum tækifæri til þróunar í starfi, sem alla jafna leiðir til betri þjónustu. Þau tækifæri sem munu skapast fyrir heilbrigðisstarfsmenn með hinu nýja aðgerðasjúkrahúsi í Reykjanesbæ eru kærkomin á tímum niðurskurðar og uppsagna. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um heilbrigðisþjónustu Fyrirtækið Iceland Healthcare tilkynnti á dögunum um umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar á að opna sjúkrahús með þremur skurðstofum og 35 legurýmum þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga. Forsvarsmenn Iceland Healthcare leggja áherslu á að um gjaldeyrisskapandi verkefni sé að ræða, að kostnaðurinn verði greiddur af þeim sem þjónustunnar njóta. Íslensk stjórnvöld munu ekki leggja fé í þetta verkefni úr ríkissjóði.. Þetta verkefni mun því ekki raska því jafna aðgengi Íslendinga að heilbrigðisþjónustu sem landsmenn hafa reynt að verja. Í núverandi efnahagslægð er mikilvægt að efla atvinnulífið, örva nýsköpun og skapa ný atvinnutækifæri. Íslendingar eru fámenn þjóð og til að geta áfram veitt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða þarf að huga að tækifærum til að efla heilbrigðiskerfið og fjölga verkefnum. Þannig má halda uppi fjölbreyttri sérhæfingu og koma í veg fyrir að sérþekking tapist úr landi. Hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn leita í auknum mæli til annarra landa eftir atvinnu og er það áhyggjuefni. Hér á landi verður næstu tvö til þrjú árin að minnsta kosti, gengið harkalega fram í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Skurðstofum verður lokað, leguplássumfækkað og sérhæfðum heilbrigðisstarfsmönnum sagt upp. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir tíu árum og tilflutningur verkefna til Landspítala hefur leitt til þess að þorri hjúkrunarfræðinga og annarra sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna eru starfandi á þeirri stofnun einni. Þótt Landspítali sé góður vinnustaður og starfsánægja þar mikil, er ekki heppilegt að hann verði eini vinnustaður sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna. Samkeppni um hæft starfsfólk er jafn nauðsynleg í heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu. Slík samkeppni veitir stjórnendum aðhald og starfsmönnum tækifæri til þróunar í starfi, sem alla jafna leiðir til betri þjónustu. Þau tækifæri sem munu skapast fyrir heilbrigðisstarfsmenn með hinu nýja aðgerðasjúkrahúsi í Reykjanesbæ eru kærkomin á tímum niðurskurðar og uppsagna. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun