Innlent

Betra er að pissa í skó en snjó

Lögreglumenn úr Borgarnesi stöðvuðu nýverið ökumann , við reglubundið eftirlit, en sáu í fljótu bragði ekkert athugaavert við hann og fékk hann að halda áfram áleiðis til Reykjavíkur.

Lögreglumennirnir fengu hinsvegar bakþanka og þar sem þeir visu að maðurinn hafði tekið bensín á nálægri dælu, héldu þeir þangað í von eitthvað, sem gæti varpað ljósi á grun þeirra.

Og viti menn, maðurinn hafði pissað í snjóinn við dæluna og við efnagreiningu á gulum krapanum komu í ljós vísbendingar um fíkniefnaneyslu. Þeir hringdu því í starfsbræður sína í Reykjavík, sem sátu fyrri manninum, gerðu fullkomna efnaprufu, sem staðfesti grun Borgarneslögreglunnar um að maðurinn hafði í ógáti kastað af sér saknæmum efnum.

Gárungarnir segja nú að í þessu tilviki hefði maðurinn betur pissað í skóinn en snjóinn, því þá hefðu sönnunargögnin ekki legið eftir á víðavangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×