Bjóða strætisvagnabílstjórum þreföld laun Erla Hlynsdóttir skrifar 28. desember 2010 09:46 Algengt er að íslenskir vagnstjórar vinni fjörutíu til sextíu tíma í yfirvinnutíma á mánuði. Norska fyrirtækið Tide Buss auglýsir eftir íslenskum strætisvagnabílstjórum í fullt starf. Kjör vagnstjóra í Noregi eru umtalsvert betri en hér á Íslandi. Sveinn Aðalsteinsson, fyrsti trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó Bs., telur því líklegt að margir íslenskir vagnstjórar íhugi vel þann möguleika að flytjast búferlum til Noregs til að keyra þar strætó. Tide Buss birti auglýsingu í Fréttablaðinu í gær þar sem óskað er eftir „fleiri íslenskum strætisvagnabílstjórum" til starfsstöðvar fyrirtækisins í Bergen. Þar kom fram að hjá Tide Buss í Fana, sem er í suðurhluta Bergen, séu nú um 250 starfsmenn og að margir þeirra komi frá Íslandi. Að sögn Sveins eru mánaðarlaun fyrir 40 stunda dagvinnu strætisvagnabílstjóra á Íslandi eru ríflega 200 þúsund krónur en mánaðarlaun fyrir 37 stunda dagvinnu í Noregi erum um 700 þúsund íslenskar krónur. „Þetta eru rúmlega þreföld okkar laun," segir Sveinn. Vagnstjórar á Íslandi vinna gjarnan mikla yfirvinnu til að hafa í sig og á. Sveinn segir annað uppi á teningnum í nágrannalöndum okkar. „Í Evrópulöndunum er yfirvinna ekki heimiluð í þeim mæli sem hún er unnin á Íslandi. Þegar menn vinna yfirvinnu í Danmörku eða Noregi er hún tekin út í fríi. Reglan í Evrópu er að hámarks vinnutími er um 90 stundir á tveimur vikum," segir Sveinn. Algengt er að íslenskir vagnstjórar vinni fjörutíu til sextíu tíma í yfirvinnutíma á mánuði. Þrátt fyrir kostina við að starfa í Noregi segir Sveinn að það sé oft hægara sagt en gert fyrir fólk að rífa sig upp með rótum og flytja í annað land. „Margir eiga hér íbúðir og hús og eru í raun í átthagafjötrum. Þeir geta hvergi farið," segir hann. „Menn með stórar fjölskyldur eiga oft líka erfiðara með að fara. En ég er viss um að margir sem eru ungir og ekki með stóra fjölskyldu koma til með að skoða þessi mál mjög vel," segir Sveinn. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Norska fyrirtækið Tide Buss auglýsir eftir íslenskum strætisvagnabílstjórum í fullt starf. Kjör vagnstjóra í Noregi eru umtalsvert betri en hér á Íslandi. Sveinn Aðalsteinsson, fyrsti trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó Bs., telur því líklegt að margir íslenskir vagnstjórar íhugi vel þann möguleika að flytjast búferlum til Noregs til að keyra þar strætó. Tide Buss birti auglýsingu í Fréttablaðinu í gær þar sem óskað er eftir „fleiri íslenskum strætisvagnabílstjórum" til starfsstöðvar fyrirtækisins í Bergen. Þar kom fram að hjá Tide Buss í Fana, sem er í suðurhluta Bergen, séu nú um 250 starfsmenn og að margir þeirra komi frá Íslandi. Að sögn Sveins eru mánaðarlaun fyrir 40 stunda dagvinnu strætisvagnabílstjóra á Íslandi eru ríflega 200 þúsund krónur en mánaðarlaun fyrir 37 stunda dagvinnu í Noregi erum um 700 þúsund íslenskar krónur. „Þetta eru rúmlega þreföld okkar laun," segir Sveinn. Vagnstjórar á Íslandi vinna gjarnan mikla yfirvinnu til að hafa í sig og á. Sveinn segir annað uppi á teningnum í nágrannalöndum okkar. „Í Evrópulöndunum er yfirvinna ekki heimiluð í þeim mæli sem hún er unnin á Íslandi. Þegar menn vinna yfirvinnu í Danmörku eða Noregi er hún tekin út í fríi. Reglan í Evrópu er að hámarks vinnutími er um 90 stundir á tveimur vikum," segir Sveinn. Algengt er að íslenskir vagnstjórar vinni fjörutíu til sextíu tíma í yfirvinnutíma á mánuði. Þrátt fyrir kostina við að starfa í Noregi segir Sveinn að það sé oft hægara sagt en gert fyrir fólk að rífa sig upp með rótum og flytja í annað land. „Margir eiga hér íbúðir og hús og eru í raun í átthagafjötrum. Þeir geta hvergi farið," segir hann. „Menn með stórar fjölskyldur eiga oft líka erfiðara með að fara. En ég er viss um að margir sem eru ungir og ekki með stóra fjölskyldu koma til með að skoða þessi mál mjög vel," segir Sveinn.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira