Lífið

Kokkalandsliðið í ham - myndband

Í hádeginu í dag eldaði íslenska kokkalandsliðið fyrir fjölda boðsgesta á veitingastaðnum Grillinu.

Um var að ræða generalprufu þar sem liðið eldaði meðal annars bleikju og lambafillet sem gestir renndu niður með ísköldu vatni.

Landsliðið er á leið í heimsmeistarakeppnina Expogast- Culinary world cup og fer fram í Lúxemborg 20. - 24. nóvember næstkomandi.

Bjarni Kristinsson yfirkokkur leiddi okkur í gegnum eldhúsið þar sem kokkalandsliðið var upptekið við að útbúa kræsingarnar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.