Lífið

Konur reyna við mig

Christina Hendricks. MYND/BANG Showbiz
Christina Hendricks. MYND/BANG Showbiz

Leikkonan Christina Hendricks, 35 ára, sem slegið hefur í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Mad Men er harðgift og því undrar hún og eiginmaður hennar sig á að því að samkynhneigðir karlmenn og konur gefa henni undir fótinn.

„Konur reyna stöðugt við mig og maðurinn minn og ég erum bæði hissa yfir því hvað konur reyna oft við mig. Samkynheigðir karlmenn reyna líka við mig en þeir segja oftast að ef þeir væru ekki hommar myndu þeir lokka mig í rúmið með sér og mér finnst það frábært," sagði Christina.

Leikkonan þakkar móður sinni fyrir útlit sitt og vaxtarlag. Hún sagði í nýlegu viðtali við Bazaar tímaritið: „Mamma sagði mér aldrei að reyna að léttast eða fara í megrun. Hún sagði að það væri fallegt að vera með þrýstin lögulegan líkama og hún sagði mér alltaf að ég væri falleg eins og ég er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.