Hugvekja við áramót Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. desember 2010 05:45 Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun