Mývetningar fagna metanóli en Alcoa gefst ekki upp 28. desember 2010 11:56 Oddviti Mývetninga fagnar hugmyndum um metanólverksmiðju við Kröflu. Alcoa heldur sínu striki og reiknar með að halda áfram viðræðum við Landsvirkjun eftir áramót um álver við Húsavík. Landsvirkjun og íslensk-bandaríska fyrirtækið Carbon Recycling hafa undirritað viljayfirýsingu um að undirbúa eldsneytisverksmiðju við Kröfluvirkjun, sem myndi vinna metanól úr koltvísýringi frá borholum. Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðahrepps, segir verkefnið hafa verið kynnt sveitarstjórn rétt fyrir jól. Fólki finnist þetta spennandi hugmyndir og vel þess virði að skoða. Mývetningar horfi hýru auga til allrar atvinnuuppbyggingar enda hafi íbúum fækkað verulega. Dagbjört segir að þegar flest var hafi 580 manns búið í sveitinni en nú séu íbúarnir innan við 400. Með lokun Kísiliðjunnar hafi 40 störf horfið og ekkert komið í staðinn. Metanólverksmiðjan gæti hins vegar ýtt út af borðinu áformum um álver á Bakka við Húsavík, þar sem takmörkuð orka er til skiptanna. Viljayfirlýsingin við Carbon Recycling er kynnt aðeins mánuði eftir að sameiginlegu umhverfismati Alcoa, Landsvirkjunar og Landsnets lauk fyrir álver, virkjanir og háspennulínur. Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa á Íslandi, segir að á þessu stigi hafi fyrirtækið ekkert um þetta mál að segja en reiknar með að viðræður verði milli Alcoa og Landsvirkjunar fljótlega á nýju ári. Hún segir Alcoa þegar hafa lagt yfir einn milljarð króna í undirbúning álvers á Bakka. Viljayfirlýsing um álverið var fyrst gerð fyrir fimm árum en núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna synjaði Alcoa um framlengingu hennar fyrir rúmu ári í þeim tilgangi að skoða aðrar hugmyndir. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Oddviti Mývetninga fagnar hugmyndum um metanólverksmiðju við Kröflu. Alcoa heldur sínu striki og reiknar með að halda áfram viðræðum við Landsvirkjun eftir áramót um álver við Húsavík. Landsvirkjun og íslensk-bandaríska fyrirtækið Carbon Recycling hafa undirritað viljayfirýsingu um að undirbúa eldsneytisverksmiðju við Kröfluvirkjun, sem myndi vinna metanól úr koltvísýringi frá borholum. Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðahrepps, segir verkefnið hafa verið kynnt sveitarstjórn rétt fyrir jól. Fólki finnist þetta spennandi hugmyndir og vel þess virði að skoða. Mývetningar horfi hýru auga til allrar atvinnuuppbyggingar enda hafi íbúum fækkað verulega. Dagbjört segir að þegar flest var hafi 580 manns búið í sveitinni en nú séu íbúarnir innan við 400. Með lokun Kísiliðjunnar hafi 40 störf horfið og ekkert komið í staðinn. Metanólverksmiðjan gæti hins vegar ýtt út af borðinu áformum um álver á Bakka við Húsavík, þar sem takmörkuð orka er til skiptanna. Viljayfirlýsingin við Carbon Recycling er kynnt aðeins mánuði eftir að sameiginlegu umhverfismati Alcoa, Landsvirkjunar og Landsnets lauk fyrir álver, virkjanir og háspennulínur. Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa á Íslandi, segir að á þessu stigi hafi fyrirtækið ekkert um þetta mál að segja en reiknar með að viðræður verði milli Alcoa og Landsvirkjunar fljótlega á nýju ári. Hún segir Alcoa þegar hafa lagt yfir einn milljarð króna í undirbúning álvers á Bakka. Viljayfirlýsing um álverið var fyrst gerð fyrir fimm árum en núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna synjaði Alcoa um framlengingu hennar fyrir rúmu ári í þeim tilgangi að skoða aðrar hugmyndir.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent