Þegar stjarna á ekki við Jónas Sen skrifar 28. desember 2010 10:28 Þótt margt hafi verið flott í tónlistarlífinu á árinu tekur maður fyrst og fremst eftir því sem er frumlegt. Oft skortir hugmyndaauðgi í framsetningu klassískrar tónlistar.Síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins sem ég skrifaði um voru til fyrirmyndar að þessu leyti. Tónleikagestum var boðið upp á alveg nýja útgáfu af Goldberg-tilbrigðum Bachs. Sem heppnuðust svona ljómandi vel. Þarna var þekkt tónsmíð, sem venjulega er spiluð á píanó eða sembal, flutt af strengjatríói. Og maður sá hana í alveg nýju ljósi.Tónleikar Sinfóníunnar hafa líka margir verið stórglæsilegir á árinu, þrátt fyrir að hafa ekki alltaf verið mjög frumlegir. Á Listahátíð söng einsöng með hljómsveitinni sá klassíski söngvari sem hefur unnið hvað glæstustu sigrana erlendis. Það er Kristinn Sigmundsson. Kristinn er frábær söngvari, röddin á tónleikunum var mögnuð og túlkunin sannfærandi.Garðar Cortes stjórnaði tónleikunum með Kristni, en venjulega hefur Rumon Gamba stjórnað. Hann hætti sem aðalstjórnandi í vor. Ég er hálf feginn að það er enginn fastur stjórnandi núna. Í haust hefur dagskráin einmitt verið óvanalega spennandi. Verkin eru kunnugleg en samt veit maður aldrei á hverju er von. Það eru alltaf nýir stjórnendur!Stór tímamót fram undanHarpa, tónlistarhúsið langþráða, verður opnuð á næsta ári. Sinfónían hefur þurft að dúsa í Háskólabíói í allt of langan tíma. Í Háskólabíói er hljómburðurinn svo afleitur að ekki er hægt að njóta leiks Sinfóníunnar nema í fremri helmingi salarins, helst fyrir miðju. Vonandi verður hljómburðurinn í Hörpu ekki bara betri, heldur miklu betri.Það verða stór tímamót þegar Sinfónían flytur inn í Hörpu. En það voru líka ákveðin tímamót í ár, því hljómsveitin varð sextug í mars. Ég verð að viðurkenna að ég sé pínulítið eftir grein sem ég skrifaði um afmælistónleikana. Á tónleikunum var frumflutt tónsmíð eftir Hafliða Hallgrímsson sem heitir Norðurdjúp. Mér fannst verkið leiðinlegt og líkti því við allt of langa ræðu um IceSave. Eftir á að hyggja var það óheppileg líking. Ekkert er eins leiðinlegt og IceSave. Verk Hafliða var í sjálfu sér ágætt, haganlega sett saman og framvindan sannfærandi. Það var bara dálítið þunglyndislegt og átti einhvern veginn ekki við í afmælisveislu.Ég er samt mjög hrifinn af Hafliða sem tónskáldi. Passían eftir hann er eitt besta verk íslenskra tónbókmennta. Og Örsögur, sem komu út á geisladiski í vetur, eru einfaldlega frábærar. Þetta eru sögur úr Sovétríkjunum sálugu. Þær eru fyndnar en samt er í þeim óhugnanlegur undirtónn sem Hafliði kemur til skila á meistaralegan hátt.Geisladiskar og tónleikar eru auðvitað ekki einu hliðarnar á tónlistarmenningunni. Nokkrir frábærir tónlistarþættir eru á RÚV. Þeir hafa svo sannarlega auðgað tónlistina að undanförnu. Útsendingarnar frá Sinfóníutónleikum eru óaðfinnanlegar. Og í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru tónlistarþættir Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Girni, grúsk og gloríur. Þeir fjalla um gamla meistara og gömul tónverk, og hvernig þau hljómuðu þegar þau heyrðust fyrst. Þetta eru merkilega líflegir og fróðlegir þættir. Þeir fengju fimm stjörnur ef ég mætti ráða.StjörnustríðEn talandi um það, þarf alltaf að gefa stjörnur? Stjörnurnar eru vissulega þægilegar - lesandinn sér strax niðurstöðu gagnrýnandans. Gallinn er sá að stundum er ekki hægt að komast að slíkri niðurstöðu.Listin er í eðli sínu margþætt, jafnvel óræð, enda fjallar tónlistin oft um það sem ekki er hægt að koma orðum að. Með því að gefa tónlist stjörnur er verið að segja að hægt sé skilgreina tónlist með örfáum orðum, setja hana í glas með merkimiða á. Vissulega er sumt einfaldlega gott og sumt er frábært. En annað er flóknara og það passar illa að gefa því stjörnur.Í dómi sem ég skrifaði um ævistarf Kristjáns Jóhannssonar, upptökur sem spanna allan hans feril, gaf ég bara eina stjörnu. Dómurinn hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Dylgjað hefur verið um mig að ég hafi skrifað dóminn af rætni. Sem er ekki rétt. Ég vil benda lesendum á að skrifa "Kristjan Johannsson review" í Google. Sjáið t.d. dóm í New York Times frá 24. febrúar 1997. Dómarnir eru margir fleiri og frá mismunandi tímabilum, og niðurstaðan er yfirleitt sú sama. Kristján hefur öfluga rödd, en hann er hrjúfur og einhæfur túlkandi. Þannig virðist hann alltaf hafa verið.Mér er algerlega fyrirmunað að vera óheiðarlegur í skrifum. En til að vera fyllilega sanngjarn þá get ég fallist á að tónninn í grein minni hafi verið óþarflega hörkulegur. Og það voru sennilega mistök að gefa plötunni bara eina stjörnu. Heilt æviverk verður ekki afgreitt með einni stjörnu, og ekki heldur með fimm stjörnum. Í þessu tilviki hefði verið betra að hreinlega sleppa stjörnugjöfinni.Kannski væri ekki svo galið að fella alveg niður stjörnugjöfina í listgagnrýni á árinu sem nú er að ganga í garð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt margt hafi verið flott í tónlistarlífinu á árinu tekur maður fyrst og fremst eftir því sem er frumlegt. Oft skortir hugmyndaauðgi í framsetningu klassískrar tónlistar.Síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins sem ég skrifaði um voru til fyrirmyndar að þessu leyti. Tónleikagestum var boðið upp á alveg nýja útgáfu af Goldberg-tilbrigðum Bachs. Sem heppnuðust svona ljómandi vel. Þarna var þekkt tónsmíð, sem venjulega er spiluð á píanó eða sembal, flutt af strengjatríói. Og maður sá hana í alveg nýju ljósi.Tónleikar Sinfóníunnar hafa líka margir verið stórglæsilegir á árinu, þrátt fyrir að hafa ekki alltaf verið mjög frumlegir. Á Listahátíð söng einsöng með hljómsveitinni sá klassíski söngvari sem hefur unnið hvað glæstustu sigrana erlendis. Það er Kristinn Sigmundsson. Kristinn er frábær söngvari, röddin á tónleikunum var mögnuð og túlkunin sannfærandi.Garðar Cortes stjórnaði tónleikunum með Kristni, en venjulega hefur Rumon Gamba stjórnað. Hann hætti sem aðalstjórnandi í vor. Ég er hálf feginn að það er enginn fastur stjórnandi núna. Í haust hefur dagskráin einmitt verið óvanalega spennandi. Verkin eru kunnugleg en samt veit maður aldrei á hverju er von. Það eru alltaf nýir stjórnendur!Stór tímamót fram undanHarpa, tónlistarhúsið langþráða, verður opnuð á næsta ári. Sinfónían hefur þurft að dúsa í Háskólabíói í allt of langan tíma. Í Háskólabíói er hljómburðurinn svo afleitur að ekki er hægt að njóta leiks Sinfóníunnar nema í fremri helmingi salarins, helst fyrir miðju. Vonandi verður hljómburðurinn í Hörpu ekki bara betri, heldur miklu betri.Það verða stór tímamót þegar Sinfónían flytur inn í Hörpu. En það voru líka ákveðin tímamót í ár, því hljómsveitin varð sextug í mars. Ég verð að viðurkenna að ég sé pínulítið eftir grein sem ég skrifaði um afmælistónleikana. Á tónleikunum var frumflutt tónsmíð eftir Hafliða Hallgrímsson sem heitir Norðurdjúp. Mér fannst verkið leiðinlegt og líkti því við allt of langa ræðu um IceSave. Eftir á að hyggja var það óheppileg líking. Ekkert er eins leiðinlegt og IceSave. Verk Hafliða var í sjálfu sér ágætt, haganlega sett saman og framvindan sannfærandi. Það var bara dálítið þunglyndislegt og átti einhvern veginn ekki við í afmælisveislu.Ég er samt mjög hrifinn af Hafliða sem tónskáldi. Passían eftir hann er eitt besta verk íslenskra tónbókmennta. Og Örsögur, sem komu út á geisladiski í vetur, eru einfaldlega frábærar. Þetta eru sögur úr Sovétríkjunum sálugu. Þær eru fyndnar en samt er í þeim óhugnanlegur undirtónn sem Hafliði kemur til skila á meistaralegan hátt.Geisladiskar og tónleikar eru auðvitað ekki einu hliðarnar á tónlistarmenningunni. Nokkrir frábærir tónlistarþættir eru á RÚV. Þeir hafa svo sannarlega auðgað tónlistina að undanförnu. Útsendingarnar frá Sinfóníutónleikum eru óaðfinnanlegar. Og í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru tónlistarþættir Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Girni, grúsk og gloríur. Þeir fjalla um gamla meistara og gömul tónverk, og hvernig þau hljómuðu þegar þau heyrðust fyrst. Þetta eru merkilega líflegir og fróðlegir þættir. Þeir fengju fimm stjörnur ef ég mætti ráða.StjörnustríðEn talandi um það, þarf alltaf að gefa stjörnur? Stjörnurnar eru vissulega þægilegar - lesandinn sér strax niðurstöðu gagnrýnandans. Gallinn er sá að stundum er ekki hægt að komast að slíkri niðurstöðu.Listin er í eðli sínu margþætt, jafnvel óræð, enda fjallar tónlistin oft um það sem ekki er hægt að koma orðum að. Með því að gefa tónlist stjörnur er verið að segja að hægt sé skilgreina tónlist með örfáum orðum, setja hana í glas með merkimiða á. Vissulega er sumt einfaldlega gott og sumt er frábært. En annað er flóknara og það passar illa að gefa því stjörnur.Í dómi sem ég skrifaði um ævistarf Kristjáns Jóhannssonar, upptökur sem spanna allan hans feril, gaf ég bara eina stjörnu. Dómurinn hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Dylgjað hefur verið um mig að ég hafi skrifað dóminn af rætni. Sem er ekki rétt. Ég vil benda lesendum á að skrifa "Kristjan Johannsson review" í Google. Sjáið t.d. dóm í New York Times frá 24. febrúar 1997. Dómarnir eru margir fleiri og frá mismunandi tímabilum, og niðurstaðan er yfirleitt sú sama. Kristján hefur öfluga rödd, en hann er hrjúfur og einhæfur túlkandi. Þannig virðist hann alltaf hafa verið.Mér er algerlega fyrirmunað að vera óheiðarlegur í skrifum. En til að vera fyllilega sanngjarn þá get ég fallist á að tónninn í grein minni hafi verið óþarflega hörkulegur. Og það voru sennilega mistök að gefa plötunni bara eina stjörnu. Heilt æviverk verður ekki afgreitt með einni stjörnu, og ekki heldur með fimm stjörnum. Í þessu tilviki hefði verið betra að hreinlega sleppa stjörnugjöfinni.Kannski væri ekki svo galið að fella alveg niður stjörnugjöfina í listgagnrýni á árinu sem nú er að ganga í garð.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar