Innlent

Nemandi handleggsbraut skólaliða í Hvaleyrarskóla

Skólastjórinn í Hvaleyrarskóla vill ekki tjá sig um málið við fréttastofu.
Skólastjórinn í Hvaleyrarskóla vill ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Mynd úr safni

Kona á sextugsaldri sem starfar sem skólaliði við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði var flutt með sjúkrabíl á slysadeild eftir að hafa nemandi skólans réðst á hana og veitti henni alvarlega áverka.

Árásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan. Drengur sem er í í 9. bekk skólans veittist þá að konunni sem er skólaliði og hrinti henni harkalega þannig að konan féll í gólfið. Hún handleggsbrotnaði og hryggjarliðsbrotnaði við fallið. Sjúkrabílll var kallaður til að flytja konuna á sjúkrahús þar sem hún þurfti að dvelja yfir nótt. Konan hefur unnið í Hvaleyrarskóla í 12 ár. Hun fékk áfallahjálp og verður frá vinnu í nokkurn tíma á meðan hún jafnar sig.

Kennarar í Hvaleyrarskóla hafa rætt málið við nemendur. Skólastjórinn í Hvaleyrarskóla vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu, sagði árásina trúnaðarmál. Hann vildi ekki segja hvernig yrði tekið yrði á málum nemandans sem réðst á konuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×