Hálfkák á ögurstund Joseph Stiglitz skrifar 11. febrúar 2010 06:00 Eftir ósigurinn í öldungardeildarþingkosningunum í Massachusetts hafa demókratar í Bandaríkjunum misst 60 sæta meirihlutann sem þeir þurfa til að fá endurbætur í heilbrigðisþjónustu og fleiri frumvörp samþykkt. Þetta hefur breytt landslaginu í bandarískum stjórnmálum - í bili að minnsta kosti. En hvað segja úrslitin um bandaríska kjósendur og efnahagsástandið? Úrslitin fela ekki í sér stefnubreytingu til hægri, eins og sumir álitsgjafar halda fram. Í Oregon, hinum megin í Bandaríkjunum frá Massachusetts, var til dæmis verið að samþykkja skattahækkanir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Skilaboðin eru frekar þau sömu og kjósendur sendu með kjöri Bill Clinton fyrir sautján árum: efnahagsástandið og atvinna er það sem máli skiptir. Efnahagsástandið í Bandaríkjunum er í kalda koli - jafnvel þótt hagvöxtur hafi myndast á ný og bankamenn þiggi aftur himinháar bónusgreiðslur. Sjötti hver Bandaríkjamaður í leit að fullri vinnu finnur hana ekki; 40 prósent af atvinnulausum hafa verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Eins og Evrópubúar komust að fyrir löngu, aukast erfiðleikarnir eftir því sem atvinnuleysið teygist á langinn; dýrmæt reynsla fer í súginn, horfurnar versna og sparifé klárast. Búist er við að gengið verði að húsnæðislánum að andvirði 2,5 til 3,5 milljarða dala, sem er meira en í fyrra. Gert er ráð fyrir gjaldþrotahrinu hjá stórum fasteignafyrirtækjum. Jafnvel fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings spáir því að atvinnuleysi verði ekki komið í eðlilegt horf fyrr en um miðjan áratuginn. Bilið breikkarBarack Obama Bandaríkjaforseti tók mikla áhættu í upphafi stjórnartíðar sinnar. Í stað breytinganna sem lofað var í kosningabaráttu hans, hélt hann í marga af fyrri embættismönnum og viðhélt gömlu „brauðmola"-aðferðinni til að takast á við fjármálakreppuna. Skilaboðin virtust vera þau að besta leiðin til að gæta hagsmuna heimilanna og launþeganna væri að sjá bönkunum fyrir nægum peningum. Þegar Clinton gerði umbætur á velferðarúrræðum fyrir fátæka voru sett skilyrði; umsækjendur urðu líka að leita sér að vinnu og mæta á námskeið. En þegar bankarnir fengu sína velferðarstyrki voru þeim ekki sett nein slík skilyrði. Hefði þetta dugað til að koma Bandaríkjunum úr kreppunni hefði Obama komist hjá ýmsum heimspekilegum álitamálum. En það tókst ekki og það er langt síðan andúð almennings í garð bankanna hefur verið jafn mikil og nú. Obama vildi brúa bilið milli sem George W. Bush hafði breikkað á milli ríkra og fátækra. En bilið hefur breikkað enn meira og tilraunir forsetans til að gera öllum til geðs eiga líklega ekki eftir að sefa neinn. Verður ekki sleppt og haldiðHarðlínumenn í ríkisfjármálum, sérstaklega í hópi bankamanna, létu lítið fyrir sér fara meðan ríkið var að bjarga bönkunum fyrir horn en eru nú komnir tvíefldir til baka. Þeir bera við áhyggjum af fjárlagahalla til að réttlæta niðurskurð. En slík viðhorf til ríkisreksturs eru ekki hótinu skárri en nálgun bankamanna á eigin rekstri. Stórfelldur niðurskurður á þessum tímapunkti veikir hagkerfið. Ef eytt væri í fjárfestingar sem skiluðu ekki nema sex prósenta arði, myndu langtímaskuldir minnka þrátt fyrir aukinn fjárlagahalla til skamms tíma, þökk sé hærri skatttekjum sem myndast af meiri skammtímaútgjöldum og hraðari vexti til lengri tíma. Obama reyndi hið ómögulega, að bæði örva hagkerfið og gera harðlínumönnunum til geðs. Tillögur hans um niðurskurðaraðgerðir fældu hins vegar frá frjálslynda demókrata og gengu of skammt til að sætta harðlínumennina. Aðrar aðgerðir til að koma miðstéttinni til hjálpar sýna kannski hvar hjarta forsetans liggur, en þær eru of litlar að sniðum til að skipta máli. Breytingar krefjast forystuÞrenns konar aðgerðir gætu skipt sköpum: að ráðast aftur í björgunaraðgerðir, að stemma stigu við að gengið verði að húsnæðislánum (25 prósent húsnæðislána eru hærri en verðmæti eignarinnar) og endurbætur á fjármálakerfi bankanna. Fyrir ári var pólitísk innistæða Obama það mikil að hann hefði mögulega getað hrint þessum málum í framkvæmd og snúið sér að öðrum aðkallandi úrlausnarefnum. En svigrúm hans hefur stórlega minnkað síðan þá; fólk er reitt, ringlað og vonsvikið; björgunaraðgerðir fyrir bankana komu lánveitingum ekki aftur á strik, eins og þeim var ætlað, örvunaraðgerðir höfðu áhrif en ekki nógu mikil og atvinnuleysi hefur snaraukist. Upp eru efasemdir um að Obama takist að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum breytingum á bankakerfinu og hinum alltof áhættusæknu risabönkum. Ef það mistekst, er líklegra en ekki að önnur fjármálakreppa ríði yfir áður en langt um líður. Flestir einblína hins vegar á kreppu dagsins í dag, ekki morgundagsins. Næstu tvö ár er búist við að hagvöxtur verði of lítill til að anna nýliðun á vinnumarkaði, hvað þá uppræta atvinnuleysi. Þótt óbeislaðir markaðir hafi leitt þessa ógæfu yfir okkur, koma þeir okkur ekki út úr henni. Ríkið verður að grípa inn í og það krefst röggsamrar og skilvirkrar pólitískrar forystu. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir ósigurinn í öldungardeildarþingkosningunum í Massachusetts hafa demókratar í Bandaríkjunum misst 60 sæta meirihlutann sem þeir þurfa til að fá endurbætur í heilbrigðisþjónustu og fleiri frumvörp samþykkt. Þetta hefur breytt landslaginu í bandarískum stjórnmálum - í bili að minnsta kosti. En hvað segja úrslitin um bandaríska kjósendur og efnahagsástandið? Úrslitin fela ekki í sér stefnubreytingu til hægri, eins og sumir álitsgjafar halda fram. Í Oregon, hinum megin í Bandaríkjunum frá Massachusetts, var til dæmis verið að samþykkja skattahækkanir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Skilaboðin eru frekar þau sömu og kjósendur sendu með kjöri Bill Clinton fyrir sautján árum: efnahagsástandið og atvinna er það sem máli skiptir. Efnahagsástandið í Bandaríkjunum er í kalda koli - jafnvel þótt hagvöxtur hafi myndast á ný og bankamenn þiggi aftur himinháar bónusgreiðslur. Sjötti hver Bandaríkjamaður í leit að fullri vinnu finnur hana ekki; 40 prósent af atvinnulausum hafa verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Eins og Evrópubúar komust að fyrir löngu, aukast erfiðleikarnir eftir því sem atvinnuleysið teygist á langinn; dýrmæt reynsla fer í súginn, horfurnar versna og sparifé klárast. Búist er við að gengið verði að húsnæðislánum að andvirði 2,5 til 3,5 milljarða dala, sem er meira en í fyrra. Gert er ráð fyrir gjaldþrotahrinu hjá stórum fasteignafyrirtækjum. Jafnvel fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings spáir því að atvinnuleysi verði ekki komið í eðlilegt horf fyrr en um miðjan áratuginn. Bilið breikkarBarack Obama Bandaríkjaforseti tók mikla áhættu í upphafi stjórnartíðar sinnar. Í stað breytinganna sem lofað var í kosningabaráttu hans, hélt hann í marga af fyrri embættismönnum og viðhélt gömlu „brauðmola"-aðferðinni til að takast á við fjármálakreppuna. Skilaboðin virtust vera þau að besta leiðin til að gæta hagsmuna heimilanna og launþeganna væri að sjá bönkunum fyrir nægum peningum. Þegar Clinton gerði umbætur á velferðarúrræðum fyrir fátæka voru sett skilyrði; umsækjendur urðu líka að leita sér að vinnu og mæta á námskeið. En þegar bankarnir fengu sína velferðarstyrki voru þeim ekki sett nein slík skilyrði. Hefði þetta dugað til að koma Bandaríkjunum úr kreppunni hefði Obama komist hjá ýmsum heimspekilegum álitamálum. En það tókst ekki og það er langt síðan andúð almennings í garð bankanna hefur verið jafn mikil og nú. Obama vildi brúa bilið milli sem George W. Bush hafði breikkað á milli ríkra og fátækra. En bilið hefur breikkað enn meira og tilraunir forsetans til að gera öllum til geðs eiga líklega ekki eftir að sefa neinn. Verður ekki sleppt og haldiðHarðlínumenn í ríkisfjármálum, sérstaklega í hópi bankamanna, létu lítið fyrir sér fara meðan ríkið var að bjarga bönkunum fyrir horn en eru nú komnir tvíefldir til baka. Þeir bera við áhyggjum af fjárlagahalla til að réttlæta niðurskurð. En slík viðhorf til ríkisreksturs eru ekki hótinu skárri en nálgun bankamanna á eigin rekstri. Stórfelldur niðurskurður á þessum tímapunkti veikir hagkerfið. Ef eytt væri í fjárfestingar sem skiluðu ekki nema sex prósenta arði, myndu langtímaskuldir minnka þrátt fyrir aukinn fjárlagahalla til skamms tíma, þökk sé hærri skatttekjum sem myndast af meiri skammtímaútgjöldum og hraðari vexti til lengri tíma. Obama reyndi hið ómögulega, að bæði örva hagkerfið og gera harðlínumönnunum til geðs. Tillögur hans um niðurskurðaraðgerðir fældu hins vegar frá frjálslynda demókrata og gengu of skammt til að sætta harðlínumennina. Aðrar aðgerðir til að koma miðstéttinni til hjálpar sýna kannski hvar hjarta forsetans liggur, en þær eru of litlar að sniðum til að skipta máli. Breytingar krefjast forystuÞrenns konar aðgerðir gætu skipt sköpum: að ráðast aftur í björgunaraðgerðir, að stemma stigu við að gengið verði að húsnæðislánum (25 prósent húsnæðislána eru hærri en verðmæti eignarinnar) og endurbætur á fjármálakerfi bankanna. Fyrir ári var pólitísk innistæða Obama það mikil að hann hefði mögulega getað hrint þessum málum í framkvæmd og snúið sér að öðrum aðkallandi úrlausnarefnum. En svigrúm hans hefur stórlega minnkað síðan þá; fólk er reitt, ringlað og vonsvikið; björgunaraðgerðir fyrir bankana komu lánveitingum ekki aftur á strik, eins og þeim var ætlað, örvunaraðgerðir höfðu áhrif en ekki nógu mikil og atvinnuleysi hefur snaraukist. Upp eru efasemdir um að Obama takist að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum breytingum á bankakerfinu og hinum alltof áhættusæknu risabönkum. Ef það mistekst, er líklegra en ekki að önnur fjármálakreppa ríði yfir áður en langt um líður. Flestir einblína hins vegar á kreppu dagsins í dag, ekki morgundagsins. Næstu tvö ár er búist við að hagvöxtur verði of lítill til að anna nýliðun á vinnumarkaði, hvað þá uppræta atvinnuleysi. Þótt óbeislaðir markaðir hafi leitt þessa ógæfu yfir okkur, koma þeir okkur ekki út úr henni. Ríkið verður að grípa inn í og það krefst röggsamrar og skilvirkrar pólitískrar forystu. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun