Innlent

Stúdentar ósáttir við breytingar á reglum LÍN

Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Formaður ráðsins segir að fulltrúar nemenda í stjórn sjóðsins hafi nýverið neitað að samþykkja breytingartillögurnar þar sem að þær komi til með að hafa í för með sér gríðarlega hagsmunaskerðingu fyrir stóran hluta námsmanna.

Stúdentaráð ætlar að safnað undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum. Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að tilgangurinn með undirskriftasöfnuninni sé að sýna einhug námsmanna í þessu máli og þrýsta á menntamálaráðherra, en engin viðbrögð hafa enn borist frá ráðherra.

Jens Fjalar Skaptason.

Fulltrúar Stúdentaráðs ásamt fulltrúum annarra námsmannahreyfinga eiga fund með Menntamálanefnd Alþingis síðar í dag.

Undirskriftasöfnunin fer fram hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×